Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiFráfærur
Spurningaskrá8 Fráfærur I

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1928

Nánari upplýsingar

Númer1380/1962-2
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið27.12.1967
Nr. 1380

p1
Stekkur: Um gerð á stekkjum hefur svo margt verið ritað, að ég hef þar engu við að bæta.

p2
Það giltu engar fastar reglur um afstöðu stekkjar til bæjar. Stekkjargata var misjafnlega löng. Ekki voru margir bæir um einn stekk. Tún voru hvergi ræktuð umhverfis stekkinn, þar sem ég þekkti til. Lambakró nefndist bara lambakró. Stekkur er samheiti. Ekki var lamba- króin notuð sem fjárhús á vetrum. Kvíar: Ég hef aðeins séð rústir af kvíum. Þær virðast hafa verið mis- jafnlega byggðar og miðað við fjártölu.

p3
Fastakvíum var haldið við á sama stað ár eftir ár. Kvíar voru venjulega í útjaðri túnsins eða stutt frá því, engin ákveðin vegalengd. Stekkur alltaf lengra burtu. Ekki voru grindagólf í kvíum. Kvíabólið var kvíarnar og umhverfi þeirra. Almennt var talað um að fara á bólið, að féð væri komið á bólið. Færikvíar voru gerðar ú lausum grindum. Viður í þær var víst eftir efnum og ástæðum. Hvorttveggja mun hafa tíðkast færikvíar og fastakvíar. Tún voru ræktuð upp með færikvíum.

p4
Nátthagar voru smá girðingar nálægt túni, þar var hægt að hýsa fé yfir nótt. Kallað nátthagi. Stekktíð: Fært var frá öllum mylkum ám, er til náðist. Stekkjarvinna nefndist að stía. Ærnar voru reknar inn til mjalta að morgni kl. 6.

p5
Gróf eyrnamörk kölluðust soramark eða þjófnamark.

p6
Algengt var að skrúðadraga lömb í eyrun, til þess að þekkja undan hvaða á lambið var. Stundum kom fyrir í hörðum vorum, ef ær mjólkuðu illa, að 2 ær voru látnar fóstra eitt lamb. Þær nefndust tvífóstrur. Fráfærur: Síðborið lamb nefndist sumrungur. Lömb, sem týndu mæðrum sínum nefndust undanvillingar.

p7
Fráfærulömb nefndust hagalömb.

p8
Skilnaðarjarmur nefndist óður. Orðatiltækið "eins og jarmur á stekk" var notað um mikinn klið eða hávaða. Ákveðnir staðir, öðrum fremur voru valdir til sumargöngu.

p10
Stafur smalans mun venjulega hafa verið kollótt prik, brot af hrífuskafti, nefnt smalaprik.

p13
Kvífé: Stygg kind nefndist fjallafála. Bjöllur voru aðeins notaðar á forystufé, venjulega sauði. Íslenskir koparsmiðir steyptu sauðarbjöllur.

p17
Þjóðtrú: Því var trúað að eyrnamörk væru misjafnlega lánsöm. Veit ekki dæmi þess að lamb fæddist með mark. Ef börn kysstu lömb, þá átti tófan að bíta kindina.

p18
Sauðfé í draumi boðaði úrfelli, á vetrum snjókomu og harðindi.

p19
Svör við þessarri skrá eru mjög ófullkomin, þar sem fráfærur voru lagðar niður 20 árum áður en ég fæddist, og hirti ég ekki um að skrifa niður það sem faðir minn sagði mér frá þeim. Og spurði ekki heldur ná- kvæmlega út í það efni. Geri ráð fyrir að svör Gísla heitins í Skógar- gerði séu nokkuð tæmandi í þessu efni, því hann mundi fráfærur vel.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana