Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiFráfærur
Spurningaskrá8 Fráfærur I

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1902

Nánari upplýsingar

Númer594/1962-2
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið1.11.1962
Nr. 594

p1
Stekkur: Stekkur var rétt til að reka fé inn í og lambakró með þaki, annars hefðu ærnar stokkið inn í króna. Gat var á öðrum bjórnum, sem nær snéri réttinni og stóð þar maður, kona eða unglingur og tóku á móti lömbunum jafnóðum og rétt var út úr réttinni. Ég hef áður lýst bjórrefti á húsum í bréfi til Íslenskt mál í útvarpinu.

p2
Venjulega var valinn þurr hóll eða holt með skjólgóðum lautum með góðri beit sem næst, svo ærnar þyrftu stutt að fara frá stekk meðan lömb voru í kró. Stekkurinn var eingöngu til rúningar og fráfærna. Ekki voru margir bæir um einn stekk, nema margbýli væri á sömu jörð. Ræktað tún umhverfis stekkinn var kallað stekkjartún. Þetta lifir ennþá í örnefnum. Lambakró hafði ekki annað nafn. Allt svæðið var nefnt stekkur. Ekki var lambakróin notuð sem fjárhús á vetrum. Lambakróin voru hlaðnir veggir, reft yfir, þaktið með torfi yfir, gat á öðrum bjór til að láta lömbin inn um, og lítil hurð á annarri hlið til að hleypa lömbunum út. Sérstakt gat var á krónni til að setja lömbin inn um, króarauga, lambagat. Kvíar: Þær voru hlaðnir veggir ýmist úr grjóti, torfi og hnaus, þar sem grjót var ekki til. Vanalega sem næst ferkantaðar, þó stundum aflangar með dyr á einni hlið, dregin grind fyrir.

p3
Fastakvíum var haldið við á sama stað ár eftir ár. Kvíar voru hafðar í túnjaðri eða rétt utan við tún. Kvíarnar voru hreinsaðar eftir þörfum í vætutíð. Taðið var notað til áburðar. Ekki voru grindagólf í kvíum. Tvennar kvíar voru á tvíbýlisjörðum. Hvort þær stóðu saman eða bil var á milli þeirra fór eftir því hvort var félags smalamennska eða ekki, hvort tveggja þekktist. Kvíaból var hóll, sem ærnar gátu lagst á. Þá var sagt að fara á bólið að mjólka. Færikvíar voru venjulegar grindur úr 1x4", bundnar saman með snæri, venjuleg lengd 12 fet, 12 borð, 12 fóta kostaði 1 kr, sem var 4 st. kaup karlmanna. Færikvíar útrýmdu fastakvíum. Tún voru ræktuð upp með færi- kvíum.

p4
Grindatað var allt notað í áburð, það vantaði allsstaðar áburð meira en eldivið. Nátthagar: Bæli var ógirt, þá var setið hjá ánum eftir kvöldmjaltir, þar til allar voru lagstar, varð þá morgunsmali að fara á fætur um sólaruppkomu til að passa á morgnana, annars var vani heima að reka ærnar á ákveðinn stað á kvöldin og smala á morgnana, en rekið í aðra átt á daginn, eftir morgunmjaltir. Stekktíð stóð 2-3 vikur fyrir fráfærur. Ýmist kölluð stekktíð eða stekkjartími. Ekki var fært frá tvílembum eða þeim ám sem mjólkuðu lítið. Stekkjarvinna nefndist að stía, að fara á stekkinn. Um miðaftan var féð rekið á stekkinn að kvöldi. Kindurnar voru látnar sjálfráðar. Þessvegna var valið gott beitarland kringum stekkinn og varð oft bæli úr því, sem sýnir öll stekkjarnöfnin á bæjum, enda var oft gott land í kringum gott undurbú. Um dagmál, kl. 9, var mjaltað að morgni.

p5
Ær var mjólkuð á báðum spenum. Stekkjarmjaltir voru nefndar að taka undir. Ekki þótti stekkjarmjólk kostminni en önnur mjólk. Búið var til úr stekkjarmjólk skyr og smjör. Staðið var yfir stekkjarfé meðan mæðurnar voru að lemba sig. Sauðarefni voru vanalega gelt um fráfærur. Bóndinn eða húsfreyja mörkuðu lömbin. Ekki var sett skora í tré við hvert lamb, sem markað var. Gróf eyrnamörk kölluðust soramark. Ekki var hrein mold borin í eyrnasárið.

p6
Draga vinding í eyra var gert til að auðkenna lömb barna, sem gengu með mark föður síns. Algengt var að gefa smalanum eða börnum stekkjarlamb. Fráfærur: Fráfærur voru laugardaginn í 12. viku sumars. Tíminn, sem tók við af stekktíð, nefndist fráfærur. Orðið fráfærur var miðað við fráfæru- daginn. Það var misjafnt hve gömul lömb voru, þegar þau voru færð frá. Síðborið lamb kallaðist sumarlamb. Lömb sem týndu mæðrum sínum nefndust undanvillingar.

p7
Þegar lömb voru skilin frá mæðrum sínum, var ær með lömbum rekin í rétt. Lömbin borin í hlöðu, gefið þar nýslegið gras, hrís og víðir, bundið saman í lurkum, hengt upp í hlöðubitann, þannig að lömbin gætu nagað brennið. Vatn var haft í bala .......... Sumsstaðar voru lömbin setin á daginn, en höfð inni á nóttunni þangað til jarmurinn var farinn af þeim, þá voru þau rekin á fjall. Lambahöft voru þannig fléttuð úr togi, einspinnu. Höfð sem mýkst. Stundum voru þau sokkbolir niðurklipptir. Sömu höft voru notuð ár eftir ár. Fráfærulömbin gengu undir nafninu hagfæringur. Dæmi voru þess, að fráfæru- lömb væru byrgð í húsi fyrstu dagana eftir fráfærur, og slegið handa þeim gras til fóðurs. Ekki voru lömbin rekin í hafti af stað í sumarhagann. Ekki voru fráfærulömb flutt í kláfum. Ef lömb voru rekin áður en jarmurinn var farinn af þeim, var það ýmist kallað að reka þau kvik eða með jarminum. Það var aldrei gert heima, heldur höfð inni í 3 til 7 daga. Var þá sagt að farinn væri af þeim jarmurinn.

p8
Sitja af þeim jarminn var haft um að róa lömb um fráfærur. Skilnaðar- jarmur nefndist jarmur. Orðatiltækið eins og jarmur á stekk var notað um mikinn klið eða hávaða. Til að drepa lús gaf pabbi lömbum 1 skeið af steinolíu og hellti annari í krúsina, þe. ..... Allt fjallið og lónið Kaldalón var valið til sumargöngu fyrir fráfærulömb. Bændur fengu hagagöngu fyrir allt sitt fé í Lóninu. Bæjamenn borguðu ekkert, en Kolbeinn í Dal samdi um að hann mætti reka fé í Lónið, en pabbi mætti skera svo mikinn mó, sem hann vildi í staðinn. Annars var talað um 10 aura gjald á lamb. Ekki voru lömb setin fyrstu dagana í sumarhaganum. Það þekktist ekki að lömb leituðu heim úr sumarhaga.

p9
Lömb sem sem sóttu hvað eftir annað saman við kvífé kölluðust sugu- gotur. Lambakefli var tálgað úr víðistönglum, mjóst það sem var uppí lambinu, en stóðu oddar út úr báðum munnvikum, sem stungu ána í júgrið, svo hún vildi ekki láta lambið sjúga. Það var notað í staðinn fyrir stekk og hafði þann kost, að lambið fékk að fylgja móður sinni og þá fóru þau að leggja sig meira eftir grasi. Það var að passa það að lömbin fengju ekki munnsæri af þessu. Ekki gengu lömbin sumarlangt með mæðrunum, 1-2 vikur fyrir fráfærur. Ekki voru lömbin látin ganga með keflum til hausts. Það var ekki setið hjá lömbum á haustin og var kallað að parraka þau eða hnappsitja, ef maður hélt þeim of þétt saman. Hjásetan: Starfið við að halda kvífé í haga nefndist hjáseta, að sitja hjá ám. Það var einkum starf barna og unglinga að sitja yfir kvífé eða gamalmenna.

p10
Sumarkaup smalans var venjulega smalalamb, fæði og skótau, annað eftir rausn húsbænda. Hundurinn fékk fyrstu ærnytina, var hún látin í holan stein, sem var við kvíavegginn meðan ég man sat seppi á kvíaveggnum þar til hann fékk sopann sinn. Þá lagðist hann í bólið sitt. Smalinn fór venjulega heim að borða enda tók þá annar við eftir mjaltir, sá sem sat hjá frá mjöltum til kvölds, annar á morgnana. Ekki fékk smalinn frídag á sumri. Bestu verðlaunin voru að biðja hann að koma næsta sumar, þá vissi maður, að það líkaði vel við mann. Þá var metnaður að koma sér vel. Allir hestar voru í heyskap, enginn handa smala enda álitið að hann ræki ærnar of hratt, þá gætu þær misst nytina. Smalinn hafði smalapoka. Stafur smalans nefndist smalaprik, hrífuskaftsbrot.

p11
Ekki hafði smalinn aukastörf með hjásetunni. Helst að tína ber, átti hann að koma með vettlingana fulla af berjum, eftir að þau voru sprottin, annars var víðast hætt að sitja hjá og farið að smala áður en sá tími kom. Til skemmtunar var hann að tálga, lesa, veiða silung, eta ber omfl. Smali átti skýli, smalakofa. Nesti smala var brauð, smjör, harðfiskur og mjólk. Soðinn mat fékk smalinn þegar hann kom heim. Rakkinn fékk roð og bein, þótti gott að fá smjör með svo gaf maður honum mjólk í steinholu. Smala- rakkinn fékk að lepja fyrstu ærnyt. Hundsbolli var við kvíarnar. Það var misjafnt hve langt fram á sumar var setið yfir kvífénu. Ærnar voru byrgðar í nátthaga, svo lengi sem setið var hjá.

p12
Ærnar voru reknar í haga að morgni kl. 6. Mjaltað var kl. 9 kvölds og morgna. Smalinn fór eftir eyktarmörkum, annars varð að áætla tímann með heimrekstur. Smalinn svaf í rúmi fá miðaftani til dagmála. Sat hjá frá morgunmjöltum til nátthagatíma. Kvífé var laðað að kvíum með kallinu gudu, gud. Orðtök sem ég man eru sér eignar smalinn fé, þó enga eigi hann kindina. Löngum er svöng smalagörnin.

p13
Kvífé: Ekki var kvífé auðkennt með neinum hætti. Ekki var stygg ær tengd við spaka. Ekki var tálgað af klaufum á kvífé. Stygg kind var nefnd fjallafála. Kindur, sem sóttu í tún nefndust túnrollur. Ekki þurfti að vernda fé gegn tófunni. Ekki voru notaðar bjöllur. Júgurbólga og undirflog þekktist ekki í kvífé.

p14
Sauðhelti hefur sennilega verið gigt. Kom stundum í gamlar ær, en hvarf aðra stundina, líka rollu- hósti. Mjaltir: Mjólkin var borin heim í sömu fötunum og mjólkað var í. Föturnar voru tréfötur með eyrum, 2 stafir lengri en hinir, þar í gat sem kilpurinn var dreginn í. Hann gekk svo upp í hölduna og var festur þar með kubbnum. Mjaltaföt voru kvíakast, kvíahosur og pils, sem var eingöngu notað við mjaltir. Mjaltakonan hélt vinstri hendi fyrir framan vinstra læri ærinnar, ýtti júgrinu aftur milli fótanna, mjólkað með hægri hendi annan spenann í einu. Tvímjólkað var, fyrirmjölt og eftirmjölt.

p15
Froðu var slett á lendina til að sjá hvað var búið að mjalta seinni- mjölt, var það kallað að bletta. Ef gengið var nærri ám við mjaltir var það kallað að totta, naga eða blóðnaga. Ær vinnuhjúa og barna var mjólkað saman. Unnið var úr mjólkinni smjör, skyr, súr. Skilað sama smjöri og úr ..... 7 merkur undan á. Undanrenna fór fyrir hirðingu. Annars voru flestar barna og hjúaær látnar ganga með dilk. Þegar mjög dró úr nyt hjá kvífé sökum veðurs var það nefnt, það koðnar allt undan þeim. Misjafnt var hvenær kvíamjöltum var hætt að hausti. Heima var hætt að mjólka nema annað málið á ...... og látnar geldast fljótlega, en ég vissi til að ær voru mjólkaðar fram á jólaföstu.

p16
Fyrst var 1 dægur látið liða milli mjalta, svo 2 dægur osfrv. Mjólkað einu sinni á dag, svo þriðja hvert mál, svo annanhvorn dag osfrv. Að fara undir var það kallað, er síðast var farið undir ærnar. Sauðaþykkni var matreitt í graut. Það átti að skila 7 merkum smjörs undan á, en það gat orðið tvöfalt, ef góð nyt var. Þá var mjaltað fyrir burð og eftir burð, var það kallað broddur. Hann var svo hitaður þangað til hann var ystur. Það etið saman drafli og mysa. Var það voða gott á vorin, þegar lítið var um mat heima. Varð maður að passa að mjólka um burðinn, annars fengu lömbin broddskitu. Ærnar urðu hallijúgra af því lambið torgaði ekki nema úr öðru júgrinu, en saug alltaf sama júgrið. Þjóðtrú: Eyrnarsneplar, sem skárust brott, þegar lömb voru mörkuð var stungið í veggjarholu. Það var sama hvaða litur var á lambinu sem fyrst var markað. Ekki gætt að sjávarfalli við mörkun.

p17
Ekki var því trúað, að eyrnamörk væru misjafnlega lánsöm. Ekki reyndu menn að taka upp nýtt mark til að öðlast fjárheill. Ekki vissi ég dæmi þess, að lamb fæddist með marki. Ekki voru hrútlömb gelt með aðfalli. Börn máttu kyssa lömb. Ekki vissi ég til þess að stekkja- og kvíakampar væru aðeins hlaðnir með aðfalli. Vel meðfarið fé er aldrei óþægt. Blettur var settur á hverja kind, til að auðkenna eftirmjölt. Signt var yfir ær að loknum mjöltum. Ekki höfð yfir bælingaþula. Þegar síðasta ærin fór út úr kvínni var sagt: Sæktu þér happ í haga, mjólk í júgra, komdu með allar ærnar heim í kvöld og komdu sjálf.

p18
Forystusauðir eða ær gátu verið veðurglögg. Ef gott var veður stóðu þeir fram við dyr, en í vondu veðri innst í garða. Sauðfé í draumi boðaði snjókomu, hríð. Ef vindur stóð af jöklinum út úr Lóninu, kom það fyrir að ærnar æddu inn í Lónbotn fram undir jökul, stundum upp á fjall og út fjall. Var það kallað að þær tækju dik í sig. Það var kallað að dika eða æða. Það er æðiben í rassgatinu á þeim.

p19
Selfarir: Veit ekkert um selfarir.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana