Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HönnuðurSveinn Kjarval 1919-1981
VerkheitiLitli borðstofustóllinn
Ártal1963
FramleiðandiNývirki hf

GreinHönnun
Stærð77 x 51 x 43 cm
Eintak/Upplag1
EfnisinntakBorðstofustóll, Fjölnotastóll, Stóll

Nánari upplýsingar

NúmerHs/2002-33
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAlmenn listmunaskrá

EfniEik, Krossviður, Textíll, Ullarefni
Aðferð Húsgagnasmíði

Lýsing

Borðstofustóll, smíðaður úr eik með krossviðarsetu og pílárum í baki. Setan klædd með ljósyrjóttu áklæði (ekki upprunalegt). Fyrstu útgáfuna hannaði Sveinn árið 1963 fyrir Kaffihúsið Tröð sem var á annarri hæð í Austurstræti 18. Sami stóll var framleiddur í Danmörku fyrir Hótel Valhöll á Þingvöllum árið 1979. Önnur einfaldari útgáfa af sama stól var notuð á heimavist Menntaskólans á Akureyri 1965. Stóllinn hefur verið kallaður Pinnastóllinn eða Litli borðstofustóllinn.

Þetta aðfang er í Hönnunarsafni Íslands. Safnið á og geymir um 1100 muni, íslenska og erlenda. Frá því að það var stofnað árið 1998, hafa aðföng borist safninu með reglubundnum hætti. Stór hluti safneignarinnar eru gjafir en einnig reynir safnið eftir fremsta megni að kaupa inn þýðingarmikla muni fyrir sögu íslenskrar hönnunar. Safnið hefur skráð um 1100 muni í Sarp en nokkuð vantar upp á að þeirri skráningu sé lokið.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.