Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurÞórarinn B. Þorláksson 1867-1924
VerkheitiÞingvellir
Ártal1900

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð57,5 x 81,5 cm
EfnisinntakFjall, Hestur, Kirkja, Landslag, Sveitabær
StaðurÞingvellir

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-1051
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniOlíulitur
AðferðTækni,Málun

Sýningartexti

Þórarinn B. Þorláksson er einn þeirra listamanna er ruddu nútímamyndlistinni braut á Íslandi. Hann hélt til Kaupmannahafnar til náms í myndlist árið 1895. Þar kynntist hann síðrómantískri landslagslist, sem hann tileinkaði sér. Áhugi Þórarins á landslagslist er jafnan talinn sprottinn af þeirri þjóðernisrómantík er ríkti í íslenskri menningarumræðu á ofanverðri 19. öld. Með myndefnisvali sínu lagði Þórarinn línurnar fyrir íslenska málaralist í upphafi 20. aldar þar sem landslagið varð ríkjandi myndefni. Þórarinn var fyrstur íslenskra málara til að halda einkasýningu á Íslandi, árið 1900. Í myndum hans er landið gjarnan hjúpað svalri birtu sumarnætur, litadýrð og speglanir á sléttum vatnsfleti auka á andrúmsloft kyrrðar og vekja tilfinningu fyrir hinu háleita.

 

Þórarinn B. Þorláksson was a pioneer of modern art in Iceland at the beginning of the 20th century. He was among the first Icelander to study art abroad, going to Copenhagen in 1895. During his studies Þórarinn became acquainted with late romantic landscape painting, which he made his style. His interest in landscape is also believed to have arisen from the national-romanticism that dominated Iceland’s cultural discourse in the late 19th century. Through his choice of subject Þórarinn laid the foundations for Icelandic painting during its infancy at the beginning of the 20th century, when landscape became the dominant subject. In 1900 Þórarinn held the first solo exhibition by an Icelandic painter in Iceland. In his paintings the land is often veiled with the cool light of summer nights; the reflection on the smooth surface of the lake enhances the air of tranquillity and instils in the spectator a sense of the sublime.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.