Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiGríma
Ártal1200-1900

StaðurStóra-Borg
ByggðaheitiUndir Eyjafjöllum
Sveitarfélag 1950A-Eyjafjallahreppur
Núv. sveitarfélagRangárþing eystra
SýslaRangárvallasýsla (8600) (Ísland)

Nánari upplýsingar

Númer80-379/1980-121-379
AðalskráJarðfundur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá_Munir, Fundaskrá
Stærð35 x 19,5 x 4 cm
EfniViður
TækniTrésmíði

Lýsing

Trégríma, fundin í fornleifauppgreftri í Stóruborg.

Þykk fjöl, mjókkar til annars endans. Göt í gegn, tvö kringlótt eins og augu og eitt aflangt eins og munnur. Þar á milli er rist nef. Á "enni" og til hliðar eru einnig göt. Framan á fésið eru nelgdir 4 hestskónaglar og 2 naglar með stórum haus.
Sjá: Andlitsmynd frá Stóruborg undir Eyafjöllum.  "Yrkja, afmælisrit til Vigdísar Finnbogadóttur."  Reykjavík 1990. (Tekið úr fundaskrá Stóru- Borgar 1980)

 


Sýningartexti

Spjaldtexti: Gríma sem er gróft tálguð og höggvin úr tré. Ekki er vitað til hvers hún hefur verið gerð. Hugsanlega hefur hún verið barnaleikfang eða notuð við einhvers konar skemmtanir. Gríman gæti einnig hafa verið notuð til að gæða lífi magnaðar þjóðsögur af draugum og öðrum kynjaverum. Er hætt við að hrekklausum hafi brugðið illilega í brún að mæta þessu ófagra andliti í rökkrinu í bæjar- göngunum á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum. Þar fannst gríman, sem er frá 17. öld, við fornleifarannsóknir. Mask Roughly carved wooden mask. Its purpose is unknown. It may have been a child’s toy, or used during some kind of performance. It could also have been used to add colour to imaginative tales of ghosts and other fantastical creatures. It would have been unnerving to come face to face with this visage in the shadowy farmhouse passages at Stóraborg, where the mask was unearthed during archaelogical research. 17th century.


Heimildir

Sjá: Andlitsmynd frá Stóruborg undir Eyafjöllum.  "Yrkja, afmælisrit til Vigdísar Finnbogadóttur."  Reykjavík 1990. 

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana