LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiFerming
Ártal2008
Spurningaskrá106 Fermingar og ungmennavígslur

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1994

Nánari upplýsingar

Númer2011-2-148
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið20.12.2011
TækniHljóðritun - Stafræn upptaka, Bókagerð - Skrift - TölvuskriftStafræn upptaka, Tölvuskrift

TDG: Reykjavík 11. desember 2011. Viðmælandi er (..1..). Safnari er Tryggvi Dór Gíslason. Viðfangsefni er fermingin. Hvenær fermdistu?

 

SÁ: 16. mars 2008.

 

TDG: Var undirbúningur eða námskeið fyrir ferminguna?

 

SÁ: Já í kirkjunni...

 

TDG: Þurfti að sk...

 

SÁ: ...fórum alltaf einu sinni í viku.

 

TDG: Þurfti að skrá sig á námskeiðið eða var haft samband við þig eða foreldra þína?

 

SÁ: Það var, við vorum skráð held ég bara sjálfkrafa, þegar við vorum að fara að fermast.

 

TDG: Hver eða hverjir sáu um þennan fermingarundirbúning?

 

SÁ: Valgeir, presturinn í Seljakirkju.

 

TDG: Og hann fór alveg fram í kirkjunni?

 

SÁ: Já.

 

TDG: Í hverju var þessi undirbúningur fólginn?

 

SÁ: Við vorum að læra helstu atriði um fermingu, þurftum að læra alls konar sálma og eitthvað svona rugl og, bara svona fermingarfræðsla.

 

TDG: Hvaða námsefni var notað?

 

SÁ: Það var einhver bók, og svona, man ekki hvað hún heitir, hún er notuð held ég alls staðar. Þetta er fermingarfræðslubók.

 

TDG: Var skipt í hópa eða eða voru allir saman?

 

SÁ: Það var svona bekkjaskipt, allur bekkurinn var saman, í 40 mínútur.

 

TDG: Voru margir bekkir?

 

SÁ: Þrír í hverjum árgangi.

 

TDG: Var þér hjálpað eða hlýtt yfir heima?

 

SÁ: Nei, við höfðum þetta bara í skólanum.

 

TDG: Var eitthvað próf eða könnun í þessari fermingarfræðslu?

 

SÁ: Það voru próf sem skiptu samt engu máli, bara svo að presturinn gæti séð hvað við værum að gera.

 

TDG: Hvað var það helsta sem þurfti að kunna?

 

SÁ: Alls konar, eins og sálmar og faðirvorið, og svona það mikilvægasta sem gerðist, af hverju fermingin er.

 

TDG: Hvaða sálma eða vers þurftuð þið að kunna, manstu það?

 

SÁ: Náttúrulega faðirvorið og ég man ekki, þetta er svo langt síðan [hlær]

 

TDG: Ekki svo...

 

SÁ: Smá.

 

TDG: Var ætlast til þess að þú mættir í messu í einhver skipti á meðan á fermingarundirbúningnum stóð?

 

SÁ: Já, það var tíu sinnum fyrir áramót og tíu sinnum eftir.

 

TDG: Var eitthvað fylgst með mætingunni?

 

SÁ: Já. Við þurftum að skrá okkur niður.

 

TDG: Í kirkjunni?

 

SÁ: Já. Og ef að við kannski skráðum okkur niður en vorum ekki þarna þá var presturinn brjálaður. Hann tók eftir hverjum og einum.

 

TDG: Já já já. Tók fjölskylda þín einhvern þátt í þessum undirbúningi?

 

SÁ: Mamma kom stundum með mér í kirkjuna, annars ekkert.

 

TDG: Var æft fyrir fermingarathöfnina?

 

SÁ: Já, það var einu sinni fyrir, daginn fyrir, það var stillt upp og allt þannig, hvar við ættum að sitja.

 

TDG: Og hvar var það?

 

SÁ: Í kirkjunni, hvernig við löbbuðum inn og...

 

TDG: Já. Voru foreldrar viðstaddir það?

 

SÁ: Nei.

 

TDG: Fékkstu ný föt fyrir ferminguna?

 

SÁ: Já. Ég fékk nýjan kjól og skó frá ömmu.

 

TDG: Valdirðu þau sjálf eða var þér sagt hvernig þau ættu að vera?

 

SÁ: Ég valdi sjálf.

 

TDG: Og voru þau valin samkvæmt einhverri hefð þá eða?

 

SÁ: Nei bara það sem mig langaði í.

 

TDG: Fannst þér það skipta máli að fá ný föt á fermingardaginn?

 

SÁ: Nei, ekkert þannig séð. Maður hefði alveg getað notað eitthvað gamalt.

 

TDG: Veistu hvað er algengt að fermingarbörn fái ný föt?

 

SÁ: Já ég held að það sé nánast alltaf þannig. Annað hvort að fá kjól eða strákar jakkaföt.

 

TDG: Þeir sem fermdust með þér, veistu, fengu þeir ný föt?

 

SÁ: Já ég held það.

 

TDG: Hvernig voru fermingarsystkin þín klædd?

 

SÁ: Þetta var strákar í jakkafötum og stelpur í kjólum og fermingarhælum, svona litlum.

 

TDG: Var einhver litur meira áberandi en annar?

 

SÁ: Ég held það hafi aðallega verið svart og hvítt [...]

 

TDG: Hvítir kjólar þá eða...?

 

SÁ: Já.

 

TDG: Já.

 

SÁ: Og svartir kjólar.

 

TDG: Já líka það?

 

SÁ: Já.

 

TDG: Varstu í fermingarkirtli?

 

SÁ: Já.

 

TDG: Hvað fannst þér um það?

 

SÁ: Mér fannst það allt í lagi bara.

 

TDG: Var einhver sem þú fermdist með sem var ekki í kirtli?

 

SÁ: Nei það voru allir í kirtli.

 

TDG: Geturðu lýst fyrir mér fermingarathöfninni sjálfri, hvernig hún fór fram?

 

SÁ: Við byrjuðum á því að labba inn í kirkjuna, fengum okkur öll sæti hjá altarinu. Svo var presturinn að tala alveg mjög lengi, og sungið inn á milli og eitthvað. Og svo komum við eitt og eitt upp að láta ferma okkur og þá kom fjölskyldan alltaf með.

 

TDG: Var einhver svona skrúðganga þá, fermingarbarnanna inn í kirkjuna?

 

SÁ: Já.

 

TDG: Og fór þá presturinn á undan?

 

SÁ: Já. Og svo einn fremst og allir með kerti.

 

TDG: Já. Fór öll fjölskylda þín í kirkjuna?

 

SÁ: Nánast. Eða mamma og pabbi  og bróðir minn og amma og afi.

 

TDG: Hverjir sem sagt... Sem sagt það hefur þá verið fleirum boðið í veislu heldur en í kirkjuna?

 

SÁ: Já já já.

 

TDG: Já. Voru teknar myndir á meðan fermingarathöfninni stóð eða á eftir henni?

 

SÁ: Bæði.

 

TDG: Af hverjum voru teknar myndir? Var sem sagt tekin mynd af hverjum og einum eða hópmynd?

 

SÁ. Það var tekin hópmynd og svo voru foreldrar með myndavél bara í kirkjunni að taka myndir af börnunum sínum.

 

TDG: Var líka ljósmyndari?

 

SÁ: Já.

 

TDG: Já.

 

SÁ: Hann kom seinn þegar athöfnin var búin.

 

TDG: Og þá var tekin hópmynd?

 

SÁ: Já.

 

TDG: Fórst þú til ljósmyndara á undan eða eftir athöfninni?

 

SÁ: Já ég fór á undan.

 

TDG: Voru teknar...tekið mikið af myndum þar?

 

SÁ: Já alveg frekar.

 

TDG: Hvernig myndir voru það?

 

SÁ: Bara svona einstaklingsmyndir

 

TDG: Þetta sem þú myndir kalla þessar her...hefðbundnu fermingarmyndir?

 

SÁ: Já.

 

TDG: Veistu hvort fleiri gerðu það?

 

SÁ: Ég held að allir hafi farið í fermingarmyndatöku.

 

TDG: Það var fermingarveisla?

 

SÁ: Já.

 

TDG: Geturðu sagt frá henni?

 

SÁ: Hún var í, svona kvenfélagssal í Kópavogi, sem að amma mín reddaði. Þar voru helstu ættingjar. Þetta var bara lítil og krúttleg veisla.

 

TDG: Veistu hvað voru margir í henni?

 

SÁ: Um 50-60. Það komust ekki fleiri.

 

TDG: Hva.. hvernig veitingar voru?

 

SÁ: Vorum með léttar veitingar og svo kökur og kaffi.

 

TDG: Þessar léttu veitingar, var það einhverjir svona smáréttir?

 

SÁ: Já. Svona standandi matur, eins og er sagt.

 

TDG: Hverjum var sem sagt boðið í veisluna, bara fjölskyldu?

 

SÁ: Já. Bara fjölskylda svo voru vinir eftir á hérna heima.

 

TDG: Já. Var prestinum boðið?

 

SÁ: Nei. [flissar]

 

TDG: Hvers vegna léstu ferma þig?

 

SÁ: Út af, það er hefð. Það var engin sérstök ástæða, bara, það láta allir ferma sig, eða flestir.

 

TDG: Var það alveg þín eigin ákvörðun eða vildu foreldrar þínir það?

 

SÁ: Bara bæði.

 

TDG: Hvað hafa margir í þinni fjölskyldu látið ferma sig?

 

SÁ: Allir held ég.

 

TDG: Þá er ég að tala um foreldra, systkini, frændur og frænkur. Þú heldur allir?

 

SÁ: Já nánast.

 

TDG: Veistu hvort það er einhver í fjölskyldunni sem er ekki fermdur?

 

SÁ: Nei ég held ekki.

 

TDG: Létu allir í þínum bekk ferma sig?

 

SÁ: Ehh, nei. Það var einn sem að lét ekki ferma sig.

 

TDG: Af hverju?

 

SÁ: Ehh, hann gerði það borgaralega, sem er eitthvað svona...

 

TDG: Já. En það er samt ferming eða?

 

SÁ: Jú en samt ekki svona hefðbundin.

 

TDG: Hvort heldurðu að þú hafir frekar fermst af trúarlegum ástæðum eða vegna þess að það var siður og flestir aðrir gerðu það?

 

SÁ: Siður.

 

TDG: Já. Þín ferming var kirkjuleg, það hefur komið fram, er það ekki?

 

SÁ: Jú.

 

TDG: Já. Hvaða trúfélagi tilheyrirðu?

 

SÁ: Ehh, þessu íslenska, hvað er það?

 

TDG: Þjóðkirkjunni?

 

SÁ: Þjóðkirkjunni, já.

 

TDG: Hvað finnst þér um þína eigin fermingu?

 

SÁ: Mér fannst hún bara mjög fín, gekk vel fyrir sig.

 

TDG: Hvað var skemmtilegast við hana?

 

SÁ: Að fá pakkana [flissar]

 

TDG: Var eitthvað sem að var ekki skemmtilegt við hana?

 

SÁ: Nei þetta var bara mjög skemmtilegur dagur.

 

TDG: Hvaða máli skipta fermingargjafir, eru þær ómissandi og mikilvægar eða kannski alls ekki mikilvægar?

 

SÁ:  Bara bæði og.

 

TDG: Jájá. Hvað fékkstu í fermingargjöf?

 

SÁ: Ég fékk aðallega pening, svo svefnpoka og ferðatöskur og skartgripi.

 

TDG: Hvað fékkstu mikla peninga?

 

SÁ: Hundrað og eitthvað, hundrað og tuttugu [þúsund] , eitthvað þannig.

 

TDG: Fannst þér það vera mikið, lítið eða mátulegt?

 

SÁ: Mér finnst það mikið. Það eru samt flestir að fá þessa upphæð...

 

TDG: Yfir hundrað þúsund í peningum?

 

SÁ: Já.

 

TDG: Og svo einhverjar gjafir?

 

SÁ: Já.

 

TDG: Veistu hvað aðrir í kringum þig fengu í fermingargjöf?

 

SÁ: Ég veit bara með bestu vinina. Þeir voru að fá alveg mjög, mjög svipað.

 

TDG: Þú hefur heyrt talað um stórgjafir? Sem sagt svona, hérna, svona einhverjar risastórar gjafir?

 

SÁ: Já.

 

TDG: Hvað, hvað, að þínu mati, hvað telst vera stórgjöf. Og hversu algengar heldurðu að þær séu?

 

SÁ: Ehh, ertu að meina svona miklar og dýrar gjafir?

 

TDG: Já.

 

SÁ: Það eru náttúrulega peningar, yfir fimm þúsund, það er alveg mjög mjög mikið. Svo svona, ferðatöskur og svona stórir hlutir. Það er mjög algengt að svona fjarskyldir ættingjar safna sér svona saman og gefa frekar eina aðeins stærri gjöf.

 

TDG: Hva, já þú, svona fimm þúsund...

 

SÁ: Já.

 

TDG: Þér finnst það vera orðin stór...?

 

SÁ: Já.

 

TDG: Hvað voru vinsælustu gjafirnar, hérna, þegar þú fermdist?

 

SÁ: Það voru skartgripir hjá stelpum og peningar, sem er þetta algengasta. Svo var svolítið um flakkara, svona sjónvarpsflakkara. Það voru mjög marar vinkonur mínar sem fengu þannig.

 

TDG: Fannst þér að það væri einhver samkeppni eða samanburður um hver fengi mest í fermingargjöf?

 

SÁ: Nei, alls ekki. Bara, eftir því hvað þú bauðst mörgum og hvað fjölskyldan hefur efni á þannig séð. En enginn svona samanburður eða neitt þannig.

 

TDG: Það hefur ekkert skapast neinn metingur eða?

 

SÁ: Nei alls ekki.

 

TDG: Er eitthvað sem þú vilt bæta við eða koma á framfæri?

 

SÁ: Nei ég held ekki.

 

TDG: Þá held ég að þetta sé bara komið gott, takk kærlega fyrir.


Kafli 1 af 7 - Undirbúningur

Hvers vegna gekkst þú undir fermingu/ungmennavígslu? Var það þín ákvörðun, vilji foreldra þinna, hefð eða hugsanlega eitthvað annað?
Hvort var þín ferming/ungmennavígsla kirkjuleg eða borgaraleg?
Hvaða trúfélagi eða söfnuði/hópi tilheyrir þú?
Hvað varstu gamall/gömul/gamalt þegar þú varst fermd/-ur/-t eða tókst ungmennavígslu?
Á hvaða tíma árs fór fermingin/ungmennavígslan fram? Hvað réði valinu á þessari tímasetningu?
Hvernig var undirbúningi fyrir fermingu/ungmennavígslu þína háttað? Hver annaðist t.d. fræðslu eða námskeið og hvar og hvenær var það haldið? Þurfti að skrá sig á það? Var hægt að velja um mismunandi leiðir í fræðslunni?
Hvaða námsefni eða námsgögn voru notuð?
Hvað þurfti að kunna utanbókar (sálma, ritningargreinar t.d.)? Var próf/ könnun, skrifleg eða munnleg? Er þér kunnugt um að einhverjir hafi þurft að endurtaka prófið?
Var ætlast til þess að þú mættir í messur eða á trúarsamkomur meðan á undirbúningi fermingar/ungmennavígslu stóð? Hvernig var fylgst með mætingunni?
Tók fjölskylda þín þátt í undirbúningnum? Á hvaða hátt, ef svo var?
Var æft fyrir fermingarathöfnina/ungmennavígsluna? Hvar og hvernig fór æfingin fram? Hverjir voru viðstaddir?

Kafli 2 af 7 - Fatnaður, útlit

Fékkst þú ný föt fyrir ferminguna/ungmennavígsluna? Hvernig föt? Voru þau valin samkvæmt ákveðinni hefð, eftir nýjustu tísku eða einhverju öðru? Hvað hafðir þú mikið að segja varðandi val á þessum fötum?
Gerðir þú einhverjar breytingar á útliti þínu fyrir ferminguna/ungmennavígsluna (brúnkumeðferð, hárgreiðsla, klipping, líkamsrækt t.d.)?
Hvaða máli skipti það fyrir þig að fá ný föt í tilefni af fermingunni/ungmennavígslunni?
Varst þú í kyrtli eða hliðstæðum klæðnaði við athöfnina? Hvað fannst þér um það? Var einhver sem ekki var í þannig klæðum?
Hversu algengt var að ungmennin væru með sálmabók við athöfnina og stúlkur með hanska?

Kafli 3 af 7 - Athöfnin

Getur þú sagt frá sjálfri fermingarathöfninni/ungmennavígslunni, hvar og hvernig hún fór fram?
Hverjir úr þinni fjölskyldu eða vinahópi komu á athöfnina? Voru einhverjar leiðbeiningar um hverjir máttu vera viðstaddir og ef svo er hvaða?
Voru teknar ljósmyndir/vídeómyndir meðan á athöfninni stóð eða á eftir henni? Hverjir tóku þessar myndir? Fórst þú til ljósmyndara í tengslum við ferminguna/ungmennavígsluna?
Voru einhverjir í þinni fjölskyldu eða skóla sem ekki létu ferma sig eða tóku ekki ungmennavígslu? Af hverju, ef svo er?
Hvaða breytingar hafa orðið á athöfninni frá því á þínum tíma, t.d. miðað við þín eigin börn?

Kafli 4 af 7 - Veisla

Var haldin veisla? Getur þú sagt frá henni? Hvaða veitingar voru t.d. á boðstólum, voru einhver skemmtiatriði, tónlist eða ræður? Hvert var þitt hlutverk?
Hvernig var staðið að undirbúningi á veislunni? Hvert var þitt hlutverk?
Hverjum var boðið í veisluna? Hvernig var staðið að vali á boðsgestum? Var prestinum eða þeim sem framkvæmdi athöfnina boðið? Hverjir mættu ekki af þeim sem boðið var í veisluna?
Þekktist að ekki væri haldin veisla? Í hvaða tilvikum helst?

Kafli 5 af 7 - Gjafir

Hvaða gjafir fékkst þú í tilefni af fermingunni/ungmennavígslunni?
Þekktir þú stórgjafir? Hvað telst vera stórgjöf og hversu algengar voru þær að þínu mati?
Voru gefnar sérstakar tegundir af gjöfum? Hvers konar gjafir, ef svo er? Hvað voru vinsælustu gjafirnar, og skipti máli af hvaða kyni ungmennið var?
Hvaða máli finnst þér að gjafirnar hafi skipt? Voru þær t.d. ómissandi, mikilvægar eða kannski alls ekki?
Fannst þér að það hafi verið einhver metingur eða samanburður um hver fengi mestar gjafir? Geturðu sagt frá þessu, ef svo er?
Fékkst þú heillaóskaskeyti eða kort? Vissir þú til þess að aðrir fengju þau? Var það algengt/sjaldgæft?

Kafli 6 af 7 - Viðhorf

Hvaða þýðingu hafði fermingin/ungmennavígslan fyrir þig? Hvert fannst þér t.d. vera inntak hennar og tilgangur? Hvort var hún þér fremur trúarleg eða veraldleg upplifun?
Hvernig líkaði þér við prestinn eða þann sem að sá um athöfnina? Hafði hann mikil/lítil áhrif á lífsviðhorf þitt, bæði þá og seinna á ævinni?
Hvað fannst þér um þína eigin fermingu/ungmennavígslu? Var hún þér minnisstæð? Hvað var ánægjulegast við hana? Var eitthvað sem var síður skemmtilegt? Hvað, ef svo er?
Varst þú litin/-nn/-ð öðrum augum eftir ferminguna/ungmennavígsluna? Hvernig lýsti það sér, ef svo var?
Hvaða aðrar breytingar urðu á lífi þínu eftir ferminguna/ungmennavígsluna? Fannst þér t.d. að þú stæðir á tímamótum?

Kafli 7 af 7 - Fermingarbarnamót

Hefur þú tekið þátt í fermingarbarnamóti? Hvenær fóru þau að tíðkast? Hvað er gert og af hvaða tilefni eru slík mót haldin?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana