Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurAstrid Kruse Jensen 1975-
VerkheitiHidden Places 5
Ártal2003

GreinLjósmyndun - Litljósmyndir
Stærð25 x 30,5 cm
Eintak/Upplag1/1
EfnisinntakHraun, Hús

Nánari upplýsingar

NúmerHb -1302
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráHeildarsafn

AðferðTækni,Ljósmyndun
HöfundarétturAstrid Kruse Jensen 1975-

Lýsing

Ljósmyndin sýnir stað í Hafnarfirði þar sem talið er að verur úr huliðsheimum hafi búsetu. Ljósmyndarinn, sem dvaldi í gestavinnustofu Hafnarborgar árið 2004, fékk kort Erlu Stefánsdóttur yfir álfabyggðir í Hafnarfirði og notaði það til leiðsagnar við ljósmyndun sína.


Sýningartexti

Hér má sjá ljósmynd úr seríu Astrid Kruse Jensen, sem hún vann þegar hún dvaldi í gestavinnustofu Hafnarborgar árið 2004 en til leiðsagnar notaði hún álfakort Erlu Stefánsdóttur af Hafnarfirði. Þá fangar hún hér byggð beggja heima, manna og álfa, og sýnir okkur hvernig bærinn byggist í kringum hraunið og íbúa þess. Myndirnar eru þó ekki draumkenndar eða rómantískar heldur skarpar og fanga myrkrið og hraunið af nákvæmni. Verkin voru á sínum tíma sýnd í kaffistofu Hafnarborgar og eignaðist safnið í kjölfarið átta myndir listakonunnar.

***

Astrid Kruse Jensen er fædd árið 1975 í Árósum. Astrid stundaði nám við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam og útskrifaðist frá Glasgow School of Art árið 2002. Hún hefur síðan sýnt verk sín víða í heimalandinu, auk þess að sýna í söfnum og galleríum um allan heim. Þá hefur hún unnið til verðlauna fyrir verk sín en verk hennar eru bæði í eigu safna í Danmörku og annars staðar, líkt og hér. Árið 2018 var svo haldin sýning á verkum hennar í Hafnarborg, sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands, þar sem meðal annars mátti sjá seríuna sem hún vann hér fjórtán árum fyrr.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta listaverk er í safneign Hafnarborgar – menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar. Safneignin telur yfir 1500 verk, er þetta er skrifað. Í skráningunni er verkunum skipt í fjóra flokka sem eru: almenn listaverkaskrá, stofngjöf, verk Eiríks Smith og útilistaverk í Hafnarfirði. Ekki eru til birtingarhæfar ljósmyndir af öllum verkum, þó unnið sé að úrbætum í þeim efnum.

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og safnsins. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu- eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting eða eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef (myndstef@myndstef.is).


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.