Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurÞorvaldur Skúlason 1906-1984
VerkheitiEldhúsborðið
Ártal1941-1942

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð131,5 x 91 cm
Eintak/Upplag1/1

Nánari upplýsingar

NúmerLA-112/760
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniOlíulitur, Strigi

Sýningartexti


Þorvaldur Skúlason (1906-1984)

Eldhúsborðið (Í eldhúsinu) - 1941-42

„Verk Þorvaldar frá 1940 og fram að stríðslokum helgast af hlutbundnum expressjónisma... Í málverkum þessum er hann ekki að lýsa hlutunum hið ytra, heldur þeirri hugð sem þeir vekja af sér: ... Eldhúsborðið ... Gamall blámálaður servantur, sem hefur mátt muna sinn fífil fegri, kastarhola, leirkrukka, og gott ef það eru ekki trosnaðar leirþurrkur sem hengdar eru fyrir gluggaborurnar.... Sennilega hefur það þó alls ekki vakað fyrir listamanninum að segja okkur neitt um eldhúsgögn... Hann er miklu fremur að segja okkur frá huglægri reynslu sinni í nálægð þessara muna, frá þeirri hamingjukennd, þegar fersk morgunbirtan umleikur þessa fátæklegu hluti, sjá liti þeirra kvikna og hljóma saman. Myndin er að vísu samstilling, meðal hinna fegurstu sem íslenzk myndlist á, en í innsta eðli sínu er hún tjáning hamingjukenndar manns sem veit sig lifandi og nýtur til fulls með skilningarvitum sínum.“ - GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU bls. 120

Þetta aðfang er í Listasafni ASÍ. Safnið safnar myndlistarverkum. Heildarfjöldi verka í eigu safnsins er um 3.100. Skráning í Sarp er á byrjunarreit. Fyrirhugað er að skrá fyrst þau verk sem nú þegar eru skráð í Virtual Collection eða um 1560 verk. Til eru myndir af öllum þessum verkum og er þær settar inn samtímis með að verkið er skráð.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.