Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurSvavar Guðnason 1909-1988
VerkheitiKomposisjón
Ártal1943

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð70 x 88 cm
Eintak/Upplag1/1

Nánari upplýsingar

NúmerLA-99/747
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniOlíulitur, Strigi

Sýningartexti

Svavar Guðnason (1909-1988)

Kompósisjón - 1943

,,Kompósisjón er máluð í Danmörku 1943 og var á meðal þeirra verk sem Svavar flutti heim með fyrsta skipi eftir stríðslok og sýndi í Listamannaskálanum sumarið 1945. Svavar var innlygsa í Danmörku öll stríðsárin og félagi í Höst-hópnum með framsæknum dönskum listamönnum, sem, m.a. stóð að útgáfu tímaritsins Helhesten. Eftir einangrun stríðsáranna gafst nú í Reykjavík kostur á að sjá sjálfsprottna abstraktlist í fyrsta sinn. Sýning Svavars markaði tímamót, því með henni hófst samfelld saga íslenskrar abstraktlistar, sem átti eftir að fá mikið vægi í íslenskri myndlist næstu áratugina. Sýningunni mátti líkja við stórbrotna flugeldasýningu. Þessi kyngimögnuðu og kraftmiklu verk og sú nýja nálgun sem þau báru með sér vakti mikla athygli. B.Th. Björnsson líkir áhrifum hennar við að loftsteini hafi lostið niður í Reykjavík; furðusendingu frá öðru menningarsviði og Guðmunda Andrésdóttir lýsti sýningunni sem rothöggi, sem varð til þess að hún fór að mála abstrakt.’’ - GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU bls. 148


Þetta aðfang er í Listasafni ASÍ. Safnið safnar myndlistarverkum. Heildarfjöldi verka í eigu safnsins er um 3.100. Skráning í Sarp er á byrjunarreit. Fyrirhugað er að skrá fyrst þau verk sem nú þegar eru skráð í Virtual Collection eða um 1560 verk. Til eru myndir af öllum þessum verkum og er þær settar inn samtímis með að verkið er skráð.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.