Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurSvavar Guðnason 1909-1988
VerkheitiSexappíl
Ártal1943

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð80 x 100 cm
Eintak/Upplag1/1

Nánari upplýsingar

NúmerLA-97/745
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniOlíulitur, Strigi

Sýningartexti

Svavar Guðnason (1909-1988)

Sexappíl - 1943

,,Samkvæmt handskrifuðum texta Svavars var það skoðun hans að fordómaleysi hefði einkennt viðbrögð almennings við sýningunni: ,,Einkasýning í Listamanna-skálanum 1945, fyrsta abstraktsýning á Íslandi er þó minnisstæðari öðrum sýningum utanlands fyrir mig, og enda líka síðar hér heima, vegan þess hve þá var létt að ganga úr skugga um viðbrögð hins óþjálfaða (primitive) íslenska listaskoðanda gagnvart þessu tímamóta-fyrirbæri. Fordómar fólksins voru ótrúlega litlir; aðeins einn maður fleygði sýningarskránni í sýningarvörðinn og gekk snúðugt á brott. Einn maður þorði að kaupa olíumálverk (varð síðar stærstur einkasafnari hér á landi) og nokkrir voguðu peningi fyrir litlar akvarellur við sýningarlok.’’ Maðurinn sem þorði að kaupa olíuverk var Ragnar Jónsson en hann festi kaup á verkinu Sexappeal sem nú er í eigu Listasafns ASÍ. Ragnar átti síðar eftir að kaupa nokkur lykilverka Svavars.’’ - SVAVAR GUÐNASON bls. 138


Þetta aðfang er í Listasafni ASÍ. Safnið safnar myndlistarverkum. Heildarfjöldi verka í eigu safnsins er um 3.100. Skráning í Sarp er á byrjunarreit. Fyrirhugað er að skrá fyrst þau verk sem nú þegar eru skráð í Virtual Collection eða um 1560 verk. Til eru myndir af öllum þessum verkum og er þær settar inn samtímis með að verkið er skráð.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.