LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurSvavar Guðnason 1909-1988
VerkheitiHágöngur
Ártal1947

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð130 x 97 cm
Eintak/Upplag1/1

Nánari upplýsingar

NúmerLA-96/744
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniOlíulitur, Strigi

Sýningartexti

Svavar Guðnason (1909-1988)

Hágöngur (Fjalla-Eyvindur) - 1947

,,Erlendur í Unuhúsi var Svavari innanhandar varðandi sýninguna á ýmsa vegu, eða eins og Halldór Laxness segir: ,,[Hann] starfaði með listamanninum að því að koma myndunum fyrir á veggjunum, sem er höfuðvandamál hverrar sýningar, og skírði ýmsar myndanna sem enn höfðu ekki nöfn með orðavali úr tónlist.’’ Verk Svavars höfðu orðið til í dönsku menningarumverfi og báru dönsk nöfn Það hefði ekki orðið listamanninum og hinni framsæknu list hans til framdráttar að sýna verkin undir dönskum nöfnum í hinu nýstofnaða íslenska lýðveldi, svo það var aðkallandi að þýða heiti verkanna eða endurskíra þau. Erlendur fékk þetta hlutverk og aðrar heimildir geta þess að Þórbergur Þórðarson frá Hala í Suðursveit, frændi Svavars, hafi einnig verið þeim til ráðgjafar. … Í verkinu Hágöngur notar Svavar grímuna á enn nýjan hátt. Verkið er eitt af fáum verkum hans sem bera sérheiti íslenskra fjalla – en það eru hinir tignarlegu líparíthnjúkar Hágöngur nyrðri og syðri sem eru á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Form hinna bröttu og keilulaga hnjúka enduróma í verkinu. Hér er Svavar á söguslóðum Fjalla-Eyvindar en hann bjó um skeið í Eyvindarvirki skammt frá Hágöngum. Grímuna í efra hægra horni verksins sem gnæfir yfir fjallstindunum má túlka sem mynd Fjalla-Eyvindar, en með heiti verksins virkjar Svavar ímyndunarafl skoðandans og gefur því undir fóttin að út úr verkinu megi lesa vísun í landið og söguna sem gefur því aukna dýpt og áhrifamátt.’’ - SVAVAR GUÐNASON bls. 132 og 142


Þetta aðfang er í Listasafni ASÍ. Safnið safnar myndlistarverkum. Heildarfjöldi verka í eigu safnsins er um 3.100. Skráning í Sarp er á byrjunarreit. Fyrirhugað er að skrá fyrst þau verk sem nú þegar eru skráð í Virtual Collection eða um 1560 verk. Til eru myndir af öllum þessum verkum og er þær settar inn samtímis með að verkið er skráð.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.