Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurSvavar Guðnason 1909-1988
VerkheitiEinræðisherrann
Ártal1948-1949

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð160 x 136 cm
Eintak/Upplag1/1

Nánari upplýsingar

NúmerLA-95/743
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniOlíulitur, Strigi

Sýningartexti

Svavar Guðnason (1909-1988)

Einræðisherrann - 1948 –49

,,Árið 1948 voru listamannasamtökin Cobra stofnuð í París af dönskum, belgískum og hollenskum listamönnum. Þeir listamenn sem tilheyrðu danska Höst-hópnum urðu sjálfkrafa meðlimir þar á meðal Svavar. Hann tók þátt í fyrstu sýningu Cobra í Kaupmannahöfn, en sökum flokkadrátta og illdeilna tók hann ekki þátt í frægustu sýningu Cobra sem haldin var haustið 1949 í Amsterdam. Það er ekki ólíklegt að Svavar hafi ætlað að sýna Einræðisherran í Amsterdam. Verkið er málað veturinn 1948-9, en þá bjó Svavar í sumarbústað í túninu við Laxnes. Hann sýndi verkið í fyrsta sinn í snjóskafli við Gljúfrastein en síðan á sýningu í Listamanaskálanum vorið 1949. Sýningin var haldin í kjölfa óeirðanna á Austurvelli í marslok 1949 þegar inngöngu Íslands í NATO var mótmælt. Danska heiti verksins er Krigshunden og það er í raun hápólitískt. Aftan á verkið hefur Svavar límt úrklippu úr dönsku blaði: Svavar Guðnason, Krigshunden. Táknar, eftir því sem sagt er, íslenskan ráðherra sem vildi selja Ísland til Ameríku.’’ - GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU bls. 152

Þetta aðfang er í Listasafni ASÍ. Safnið safnar myndlistarverkum. Heildarfjöldi verka í eigu safnsins er um 3.100. Skráning í Sarp er á byrjunarreit. Fyrirhugað er að skrá fyrst þau verk sem nú þegar eru skráð í Virtual Collection eða um 1560 verk. Til eru myndir af öllum þessum verkum og er þær settar inn samtímis með að verkið er skráð.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.