LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiReykjarpípa

ByggðaheitiFljótshlíð
Sveitarfélag 1950Fljótshlíðarhreppur
Núv. sveitarfélagRangárþing eystra
SýslaRangárvallasýsla
LandÍsland

GefandiHaraldur Briem Ólafsson 1909-1989
NotandiÓlafur Sívertsen Guðmundsson 1861-1906, Skúli Gíslason 1825-1888

Nánari upplýsingar

NúmerHÓ-46
AðalskráMunur
UndirskráSafn Haraldar Ólafssonar
Stærð132 cm

Lýsing

Reykjapípa 132 cm. Átt hefur prófasturinn séra Skúli Gíslason á Breiðabólsstað Fljótshlíð. Pípuna fann ég í mörgum pörtum uppi á kirkjulofti á Breiðabólsstað. Sr. Sveinbjörn Högnason prófastur gaf mér hana, og fullyrti að sr. Skúli hafi átt hana. Frú Guðbjörg Þorleifsdóttir í Múlakoti sagði þegar hún sá hana, þessari pípu man ég eftir hjá prófastinum á staðnum þegar ég fermdist.

7. júlí. 1957.

Þetta er tóbakspípa Ólafs Guðmundssonar læknis. Ekkja hans gaf sr. Eggert Pálssyni segir Ingunn E. Thorarensen. (Þ.T.)


Heimildir

Minjasafn Haraldar Ólafssonar. Minjabók 1.

Þetta aðfang er í Skógasafni. Heildarfjöldi gripa í safninu er um 15.000. Um 10.000 gripir hafa verið skráðir í Sarp sem er um 70% safnkostsins. Um er að ræða fullnaðar-skráningu án mynda og upplýsinga um geymslustað. Jafnframt er ætlunin að skrá geymslustað og ljósmynda gripi og setja inn í Sarp. Það er ærið verk og ræðst af fjárhagsstöðu safnsins. Um 5.000 ljósmyndir hafa verið handskráðar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.