LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiKápa
Ártal1970

LandÍsland

Hlutinn gerðiDýrleif Ármann
GefandiHrafnhildur Schram 1941-
NotandiUnnur Ágústsdóttir Schram 1915-2001

Nánari upplýsingar

Númer2012-48-2
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð142 cm
EfniAtlassilki

Lýsing

Kvenkápa úr ljósbláu atlassilki. Kápan er skósíð, með kvartermum og er krækt efst að framan með tveimur, litlum krækjum. Efst við hálsmál er lítil, tvöföld slaufa, úr sama efni og kápan. Kápan er fóðruð. Hún er samstæð kjól nr. Þjms. 2012-48-1. Kápan og kjóllinn eru eftir Dýrleifu Ármann kjólameistara og eru frá því um 1970. Á kápunni eru nokrrir blettir en annars er hún í mjög góðu ástandi.

Fatnaðurinn númer Þjms. 2012-48 er af Unni Ágústsdóttur Schram (f. 1915, d. 2001). Gefandi er Hrafnhildur, dóttir Unnar.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana