LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiSmjöröskjur

LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerNMs-38864/2008-5-183
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Nordiska Museet, Nordiska Reykjavík, Munasafn
Stærð11,8 x 7,8 x 6,5 cm
EfniFura
TækniÚtskurður

Lýsing

Ellen Marie Magerøy 1956:
1. 38.864. Smjöröskjur úr furu, ávalar með ofurlítið kúptu loki og botni, festar saman með trétöppum og tágum. L. 11,8, br. 7,7, h. 6,5.
2. Óskemmdar. Ómálaðar. 75.B.g.
3. Útskurður á lokinu. Hringinn í kring við kantinn er kílskurðarröð (laufaskurður). Þar fyrir innan nokkrir undarlegir bekkir af smá „blöðum“ og „böndum“ milli þeirra á ská. Gæti eitthvað af þeim verið höfðaletursstafir? - Ekki sérlega fínt verk.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Nýlegar að sjá, varla eldri en frá því um 1870.)
5. Áletrun. Sjá hér að ofan.
6. L: R. Arpi keypti 1883, Uppsalir.

Matthías Þórðarson 1918:
Smáöskjur. Efni fura. Sporöskjulagaðar, þverm. 6,8 - 11,2 og 7,7 - 12 cm. H. 5,9 og 3 - 3,5, lokið er kúpt og alt útskorið með smáfeldum laufaskurði. Nýlegar að sjá, varla eldri en frá því um 1870.


Heimildir

Ellen Marie Magerøy. Íslenskur tréskurður í söfnum á Norðurlöndum. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1957-1958. Reykjavík 1958. Bls. 89.
Matthías Þórðarson. Handskrifuð skrá, óútgefin

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana