LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiRúmfjöl

LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerNMs-59832/2008-5-719
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Nordiska Museet, Nordiska Reykjavík, Munasafn
Stærð115 x 18 x 1,5 cm

Lýsing

Ellen Marie Magerøy 1956:
1.        59832.  Rúmfjöl úr furu. L. 115, br. 18, þ. 1.5.
2.        Slitin til beggja endanna á framhliðinni, að öðru leyti óskemmd[.] Leifar af dökkri og hvítri málningu (?). 12. mynd. 75.B.af.
3.        Útskurður á framhlið. Höfðaleturslínur meðfram köntunum að ofan og neðan. Bylgjuteinungur í miðju með upphleyptri verkan. Upptök hans eru víst í neðra horni til vinstri. Bylgjurnar fremur óreglulegar. Stönglarnir skornir á ská frá annarri hliðinni gegn uppréttum kanti á hinni. Í hverri beygju er stöngull með „kringlu“, ásamt einu tungulöguðu blaði og öðru þríhyrndu, sem einnig er skáskorið. „Kringlurnar“ rúðustrikaðar að einni undantekinni. Tungulöguðu blöðin eru ávöl í miðjunni með halla að uppréttum kanti. Þverbönd eru yfir aðalstöngulinn, þar sem blöðin koma út, eitt þeirra er rúðustrikað. - Mjög gróft verk. Höfðaletursstafirnir merkilega smáfelldir í hlutfalli við skrautverksflötinn.
4.        Ártal ekkert.
5.        Áletrun: uertuiferogaltumkringmedeilifribl / esanþiniesieugudseinglarsamanihring
6.        L: Keypt hjá adj. A. Feddersen í Kaupmannahöfn, 16. 6. 1888.
8.        Afbildningar, pl. 8, fig. 40. Peasant Art, fig. 51. Myndir úr menningarsögu Íslands, Rv. 1929, mynd á bld. XV.
(13. mynd.)

Matthías Þórðarson 1918:
Rúmfjöl (Sängbräda).

Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir, des. 2008:
Áletrun: VERTUIFEROGALTUMKRINGMEDEILIFRIBL / ESANÞINESIEUGUDSEINGLARSAMANIHRING
Þetta er hin þekkta bæn eftir Sigurð Jónsson frá Presthólum: Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessan þinni. Sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni.
Á fjölinni er hún eilítið breytt og að auki vantar síðustu línuna, fyrir hana hefur ekki reynst pláss. Hún er svona með nútímastafsetningu:

Vertu yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni.
Séu Guðs englar saman í hring

Bakhlið fjalarinnar er mjög skorin. Hún hefur því verið notuð sem skerborð.

Heimildir

Ellen Marie Magerøy. Íslenskur tréskurður í söfnum á Norðurlöndum. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1955-1956. Reykjavík 1957. Bls. 110.
Matthías Þórðarson. Handskrifuð skrá, óútgefin.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana