Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiTjaldhæll

LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerNMs-65023/2008-5-487
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Nordiska Museet (NMs), Nordiska Reykjavík (NMs), Munasafn
Stærð13,5 cm
EfniHreindýrshorn
TækniTækni,Hornsmíði

Lýsing

Tjaldhæll (?). Efni dýrshorn. L. 13,5. Sagað af horni, 1 tindur, og tálgaður oddmjór. „Máske stýll“. H.S.

Úr safnskýrslu séra Helga Sigurðssonar frá Melum (nr. Þjms. 2008-5-718):
48. Partur af hreindýrshorni, svipaður nafar með handfangi. Hann hefur líklega verið hafdur fyrir stýl, (til að gera göt á kökur eða brauð, svo þau stiknuðu betur og fljótar) eða og til sömu hluta og aðrir stýlar), Má og vera, að hann hafi verið hafður til fleiri hluta, þar á meðal, til að gera göt kringlótt. Eg fekk hann fyrir fáum árum á uppboði á dánarbúi í Melasveit. Hann er víst nokkuð gamall.

Heimildir

Safnskýrsla séra Helga Sigurðssonar á Melum, Þjms. 2008-5-718.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana