Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiKista, + hlutv., Kista, úr kirkju

LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerNMs-64942/2008-5-413
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Nordiska Museet (NMs), Nordiska Reykjavík (NMs), Munasafn

Lýsing


Úr safnskýrslu séra Helga Sigurðssonar á Melum (nr. Þjms. 2008-5-718):
47. Gömul kista, læst, full af fornmenjum.* Slíkar minni kistur kölluðust opt hálfvættar kistur, en hinar stærri – þó með líku smíðalagi – vættar kistur. Og munu nöfnin dregin af verði þeirra: 20 eða 40 fiskum, í verzlunartaxtanum í því flestar voru þær, eða þó margar útlendar, og helst hafðar fyrir fatakistur á 17. og 18. öldinni – því til að geyma í korn, fjallagrös, söl o.fl. voru hafðar byrður, með loki, stundum bustarloki, líkt og á lárum, eða án loks, eða með sléttu loki. Smíðalag á byrðum þessum var annars svipað og á lárum. Lyklar að nefndum kistum höfðu venjulega 2 skerðingar frammí lykilskeggið, og húsið nokkuð kringótt, með tanga (álmum) brösuðum iií lykilpýpuna. – Flestar af járnbúnu eikarkistunum með bustarloki, og hjólskerðingum í skrá og lykli fluttust seinna. Þótt gamlar væru að uppruna.

* Af þessu er ljóst að séra Helgi Sigurðsson hefur notað þessa kistu sem hirslu undir hluta safns síns.

Heimildir

Safnskýrsla séra Helga Sigurðssonar á Melum, Þjms. 2008-5-718.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana