LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiSverð

ByggðaheitiHrafnkelsdalur
Sveitarfélag 1950Jökuldalshreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshérað
SýslaN-Múlasýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerSHM-11537
AðalskráMunur
UndirskráInnlánaskrá
Stærð92 cm
EfniJárn
TækniJárnsteypa

Lýsing

Sverð. Efni járn. Tvíeggjað, frá víkingaöldinni. Hjöltin lík Mont. f. 500, en þau eru silfurrekin á líkan hátt og f. 507. - L. 92 cm., brandsbr. mest 5,5 cm. - Sagt fundið í haugi Hrafnkels Freys-goða. Gefið safninu af Justitsráði N. Petersen í Kaupmannahöfn. - Silfrið er rekið í eir og sjest enn nokkuð af eirnum; er það og algengt. - Annars vegar, nærri hjöltunum má sjá leifar af nafninu +VLFBRE**T* (*.+VLFBERHT+), sbr. Jan Pet. fig. 113. - Lagið á sverðshj. líkt fig. 50. - Sbr. ennfr. A. L. Lorange, den yngre Jærnalders Sværd, Bergen 1889, Tab. I-III. - Heldur sjer allvel, þótt mjög sje það ryðjetið. Er nú vel conserv. með parafín og ryð lat tekið af. (- Ljósmyndum lofað.)


Sýningartexti

Spjaldtexti:
Vopn og verjur
Axir, spjót og skildir finnast oft í heiðnum gröfum og voru algengur vopnabúnaður. Sverð finnast sjaldnar, sem kann að stafa af því að þeim var oft rænt úr kumlum.
2. Sverð frá lokum víkingaaldar (d) fannst í Hrafnkelsdal í Norður-Múlasýslu undir lok 19. aldar.

Weapons and Shields
Axes, spears and shields are often found in pagan graves and were common weaponry for the time. Swords are a rarer find, perhaps because they were often stolen by grave robbers.
2. Sword from the late Viking Age (d) was found in the east of Iceland in the late 19th century.


Heimildir

Matthías Þórðarson, Skrá um gripi í Nordiska Museet, 1922. Óprentað.

Þór Magnússon, Endurheimt fornaldarsverð, Ábók hins íslenzka fornleifafélags, 1971, bls. 86-90.

Kristján Eldjárn, Kuml og haugfé, 2000, bls. 216-217.

 

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana