Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiKistill, + hlutv.

LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerNMs-72105/2008-5-595
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Nordiska Museet (NMs), Nordiska Reykjavík (NMs), Munasafn
Stærð24,7 x 16,5 x 13,6 cm
EfniBeyki
TækniTækni,Útskurður

Lýsing

Ellen Marie Magerøy 1956:
1. 72.105. Kistill úr beyki, festur saman með trétöppum og síðar járnnöglum. Hjörur eru úr látúni, engin læsing. Okar eru festir undir enda loksins við gaflana. L. (loksins) 24.7, br. 16.5, h. 13.6.
2. Lokið svignar inn um miðjuna. Gat er á bakhliðinni. Flísar brotnar af köntum botnsins. Að öðru leyti óskemmdur. Ómálaður. 59.A.e.
3. Fjórar höfðaleturslínur eru á lokinu, þrjár á hvorri hlið og tvær á hvorum gafli. - Ekki sérlega fínt skornir stafir.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun. Höfðaleturslínurnar:
gudruniua    dgull    eikenfrom   garf   sæluhim
rsdotterag    hrins    asuipteþi    allde  naliomaui
odumfale                   giesussor             rtubeturennu
ngudeauall
6. L: Keyptur hjá frú S. E. Magnússon 1892, Cambridge, England.
7. um síðasta stafinn í áletruninni: þ. e. vandað er.

Matthías Þórðarson 1918:
Kistill. Efni bæki. L. 23,8, br. 16,5, h. 13 cm. u.l. Negldur saman með trje- og járn-nöglum, látúnslamir á. Handraði hefur verið vinstra megin. Allur útskorinn með höfðaletri, 2 línur á hvorum gafli, 3 á hvorri hlið og 4 á loki, en byrjar áletrunin: .............................................vandað er ?

Heimildir

Ellen Marie Magerøy. Íslenskur tréskurður í söfnum á Norðurlöndum. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1957-1958. Reykjavík 1958. Bls. 37.
Matthías Þórðarson. Handskrifuð skrá, óútgefin.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana