LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiBók, skráð e. hlutv./innih., Stjörnufræði
Ártal1764

LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerNMs-64932-b/2008-5-403
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Nordiska Museet, Nordiska Reykjavík, Munasafn
EfniPappír
TækniTækni,Bókagerð,Prentun

Lýsing

b. Panstebog. Kh. 1764.
b. En skiien Planste-Bog er ug. í Kh. 1764; er í pappabandi. „ Þar í um lundarlag manna, gæfu o. fl. eptir því, undir hverri pánetu þeiri séu fæddir“.

Úr safnskýrslu séra Helga Sigurðssonar frá Melum (nr. Þjms. 2008-5-718):
34. Plánetu bók. Þar á titilblaðinu stendur: En skjön Planete Bog, hvrudi beskrives de Syv Planeters, med de Tólv Tegns, Natur og Complex, meget herligen afmalede, og andre flere Stykker, som har ogsaa tilhöre. Kjöbenhavn 1764.
Neðan titilinn, ofan ártalið, er ferhyrnd mynd, og í henni nöfn 4. aðalátta útvið umgjörðina, hvert gagnvart öðru. Og þar er mynduð sólil, í efra horninu vistra megin, Undir og útfrá geislum hennar er mynduð manshendi, og er þar innaná fingrunum nöfn þeirra, en tölurnar: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. neða litla fingurinn og góma hanns og hinna fingranna. A þumalfingurs vöðvanum er nafn hans, einnig á dönsku og þannig: Tommelfingerens Baldmus Bjerg. Við línuna undir aflvöðvanum stendur: Livsens Linie (=líflínan). Tvístrikuð lína, eða stafur, er standbein í lofanum, og við neðri enda hennar talan; 12. Þessi hendi á, ef til vill, að minna á hina gömlu lófalist, þótt hún ekki sé fremur útskýrð í bókinni.
Hinar nefndu 7. plánetur (= jarðir) eru þannig taldar (og er sólin og máninn talin ein þeirra): Satúrnus, Júppiter. Marts. Sólin. Venus. Merkúríus. Máninn. Sérhver þessara er sýndur í viðhafnarmikilli mannsmynd, og heldur hver á sínum einkennishlut eða merki. t.d. sólin á veldissprota, Venus á logandi hjarta, túnglið á túnglkvartili, o. s. frv.
Þarnæst koma myndir og útskýringar af hinum 12. himinmerkjum: Hrút. Nauti. Tvíbura, Krabba. Ljóni. Meý. Metaskálum. Sporddreka. Bogmanni. Steingeit. Vatnsbera. og Fiskunum.
Eptir því, hvort einn er fæddur undir einu eða öðru af þessum merkjum (sem reglur eru gefnar fyrir að finna) eða undir einni eða annari af fyrrtöldum plánetum, eptir því á hann að var mismunandi á sál og líkama, að gáfum, lunderni og laungunum, eða að líkamsvexti, atgjörfi o. fleiru. Að sama leyti verður gæfa hans o.fl. mismunandi. Þá er skýrt frá veðurspám er byggjast á eldi, veðri, vatni og jörð. Þá, (auk fleira), undir hverrar plánetu valdi maður er á sérhverju aldursskeiði. Þá koma veðurspár, bygðar á nýu túngli og hinum öðrum plánetum. Þá koma ymsar reglur um blóðtökur, o.fl. áhrærandi heilsu og lækningar. Allt þetta er byggt á verkum pláneta eða merjanna. Þegar halastjarna sjest, boðar hún optast eitt eða annað íllt, segir og bókin. Líka eru þar reglur, til að vita, hvort sjúkum manni batnar, eða hann deyr. Þarnæst: reglur að gæta heilsunnar, með ymsu móti, sumar og vetur. Þá kemur tabla, er kennir, hvað gjöra egi, og forðast, á hverjum degi í mánuðinum, eptir þeim himin-merkjum, sem túnglið sé í. Og svo kemur: að geta spáð af blóði, við blóðtökur, um heilsufarið. Og loks kemur um lukkukjör manns í lífinu, allt eptir því, hvenær maður er fæddur á degi eða nóttu.
Þessar og fleiri hégiljur, sem drotnuðu í mörgum löndum fram yfir siðabótina (= miðju 16. aldar), eru, ef til vill, en ekki allstaðar útdauðar.
Þessa bók eignaðist eg, þá eg var úngur, hjá sr. Brinjólfi Bjarnasyni, í Miklaholti. Var hún þá í rotnum blöðum, en síðan hefi eg komið henni í band. (Helgi minn sál. batt hana.)

Heimildir

Safnskýrsla séra Helga Sigurðssonar á Melum, Þjms. 2008-5-718.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana