LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiRúmfjöl
Ártal1773

LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerNMs-65055/2008-5-519
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Nordiska Museet, Nordiska Reykjavík, Munasafn
Stærð102 x 18,5 x 1 cm
EfniFura
TækniTrésmíði

Lýsing

Ellen Marie Magerøy 1956:
1. 65055. Rúmfjöl úr furu. L. 102, br. 18.5, þ. um 1.
2. Yfirborðið talsvert slitið. Ómáluð. 75.B.o.
3. Útskurður á annarri hliðinni og til endanna á hinni. Hliðinni þar sem útskurðurinn er meiri er skipt í reiti með djúpum, lóðréttum línum. Í miðreitnum, sem er næstum því réttur ferhyrningur, er stór stjarna með skipaskurði, sexblaðarós með hring yfir blöðin, skurðir og rúðustrikun milli þeirra. Sitt hvorum negin við miðreitinn eru þrjár línur með innskornum latneskum upphafsstöfum. Yst á hvorum enda er þverlína með upphleyptum latneskum upphafsstöfum. Sams konar lína er einnig á hvorum enda á bakhlið. Grunn lína er skorin meðfram báðum köntum á báðum hliðum fjalarinnar. – Útskurðurinn er fremur grófur og frumstæður.
4. Ártal. Í annarri línunni á bakhliðinni stendur anno og ef til vill 1773.
5. Áletrun. Innskorið: OHERRAIESV INVANNISTOG HIALPRADÞITT ADSIERTAKIA HVILDVRVMM STVDLIGVSTVA. Upphleypt: ÖGMVNDUR ÖGMVDSSON
6. L: Ísland (með blýanti: Dalasýsla). Frá Helga Sigurðssyni 1888. Akrane. HS stærsta hf.: 8. Rúmfjöl - - - Áletrunin skrifuð hér um bil eins og hér. Hann les líka áralið sem 1773. Um hina línuna á bakhliðinni segir hann: Þverlína á hinum endanum er svo máð, að hún er vart læsileg. Fjölina fékk eg ofanúr Borgarfirði. MÞ: - - - leynileturslína, tálguð hálfpartinn af aftur og er óljós.

Matthías Þórðarson 1918:
Rúmfjöl. Efni fura. L. 102 cm., br. 18,5, þ. 1,5 cm. Á miðri framhlið er skiskurðarkringla (?), en 3 latínuleturslínur hvoru megin (sjá ljósm). Við enda þversum leturslínur: GMVNDVR - OGMVDSSON. Á bakhlið er og lína þversum á hvorum enda yst: ANNO 1773 (?). Á hinum leynileturslína, tálguð hálfpartinn af aptur og er óljós...........

Úr safnskýrslu séra Helga Sigurðssonar frá Melum (nr. Þjms. 2008-5-718):
8. Rúmfjöl, með stórum bátaskurða hring á miðjunni, en þar útí frá til endanna er, með stóru latínuletri, vess þetta:
Ó herra Jesú hjálpráð þitt
Hvílurúm mitt
Annist og að sjer taki,
Ástuðlegast v. a
Þvers um á endanum virðast vera: Ögmundur Ögmundsson. Hinsvegar er fjölin sljétt, nema hvað þversum á öðrum endanum þar stendur: 1773. Þverlína á hinum endanum er svo máð, að hún er vart læsileg. Fjölina fekk eg ofanúr Borgarfirði.

Heimildir

Ellen Marie Magerøy. Íslenskur tréskurður í söfnum á Norðurlöndum. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1955-1956. Reykjavík 1957. Bls. 115.
Matthías Þórðarson. Handskrifuð skrá, óútgefin
Safnskýrsla séra Helga Sigurðssonar á Melum, Þjms. 2008-5-718.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana