LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiRúmfjöl

LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerNMs-59221/2008-5-346
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Nordiska Museet, Nordiska Reykjavík, Munasafn
Stærð104 x 19 x 1,8 cm
EfniFura

Lýsing

Ellen Marie Magerøy 1956:
1.        59221. Rúmfjöl úr furu. L. 104, br. 19, þ. um 1.8.
2.        Sprungin og alveg klofin í annan endann. Nokkrar flísar vantar hér í. Fest saman með trélistum, sem negldir eru á bakhliðinni. Að öðru leyti nokkrar smásprungur. Ómáluð. 10. mynd. 12.Z.n.
3.        Gegnskorið skrautverk á framhliðinni. Í miðju er hjartalagað andlit, umgirt af „kaðalsnúningi“, sem ef til vill á að tákna hár og skegg; yfir og undir er „kóróna“ og „brynja“ úr lykkjum. Samhverfir teinungar ganga út til beggja hliða frá munninum. Eru það reglulegir stöngulteinungar, næstum því alveg lausir við venjuleg blöð. Annar helmingur stöngulsins er innhverfur. Breiddin er mjög misjöfn, allt að 2.5 sm. Að nokkru  leyti er innskorin miðlína, og oft er stöngullinn innhverfur beggja vegna við hana. Hver teinungur myndar tvær aðalbeygjur. Í þeim eru svo fleiri greinar, sem ganga til baka og skera aðalstöngulinn. Margir smákrókar og fléttur. Allar greinar vefjast upp í „toppinn“. Sumar enda með tveimur smá-„krókum“, sem ef til vill eiga að tákna blöð með tveimur flipum. Sums staðar vottar fyrir tungulöguðum blöðum, sem liggja fast upp að stönglunum. – Gott verk.
4.        Ártal ekkert.
5.        Áletrun engin
6.        L: Ísland. Dalasýsla. Keypt hjá adj. A. Feddersen, Kaupmannahöfn, 10. 10. 1887.
8.        Peasant Art, fig. 49.

Matthías Þórðarson 1918:
Rúmfjöl.  Efni fura.  Gagnskorin.  Frá A. F. 10.X.1887.

Heimildir

Ellen Marie Magerøy. Íslenskur tréskurður í söfnum á Norðurlöndum. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1955-1956. Reykjavík 1957. Bls. 106.
Matthías Þórðarson. Handskrifuð skrá, óútgefin.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana