LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiRúmfjöl

LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerNMs-72094/2008-5-585
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Nordiska Museet, Nordiska Reykjavík, Munasafn
Stærð110,5 x 17 x 1,3 cm
EfniFura
TækniTrésmíði

Lýsing

Ellen Marie Magerøy 1956:
1. 72094. Rúmfjöl úr furu. L. 110.5, br. 17, þ. 1.3.
2. Klofin að endilöngu um miðjuna; fest saman aftur með litlum aflöngum trélistum þvert yfir sprunguna, einn á framhlið, festur með trétöppum, og tveir á bakhlið, negldir á með járnnöglum. Eitthvert seigt, dökkbrúnt efni við efri kant, er ennþá límkennt.* Ómáluð. 17 . mynd. 12.Z.w.
3. Upphleyptur útskurður á framhlið, 2 mm hár. Á miðjunni er mjór hringur, sléttur að ofan. Inni í honum stafirnir IHS með stórum samandregnum skrifstöfum, eru þeir dregnir sem jurtastönglar með blaðflipum og vafningum, innri útlínum og þverböndum. Út frá (17. mynd.) hringnum neðanverðum ganga bylgjuteinungar hvor til sinnar hliðar, næstum samhverfir. Stönglarnir dálítið ávalir á hliðunum, en flatir í miðjunni með innri útlínum. Þverbönd eru næstum aðeins yfir hliðargreinarnar. Stöngulbreiddin er mismunandi, allt að fullum 2 sm. Í hverri beygju er útsprungið blóm með undarlega óreglulegum krónublöðum, eru sum frammjó, önnur ávöl og misjöfn að lengd. (Minna á „akantusblómin“ á dyrastöfum norskra stafakirkna.) Þau hafa innri útlínur og margs konar annað skraut: innskorna fjaðurstrengi, „áteiknuð“ innri blöð, uppvafðar greinar o. s. frv. Fínar smáteikningar og stungur einnig í blaðskúfunum, sem eru til útfyllingar langs með köntunum. – Fínt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun aðeins I H S.
6. L: Seljandi frú Sigríður E. Magnússon. Cambridge, England. 22. 2. 1892.
8. Peasant Art, fig. 37.

Matthías Þórðarson 1918:
Rúmfjöl. Efni fura. L. 111 cm., br. 17 cm. Í miðju JKS. Frá frú Sigr. Magn. 22.II.1829. Rifin að endilöngu. Bót sett í miðju.

Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir, des. 2008:
Bakhlið fjalarinnar er mjög skorin. Hún hefur því verið notuð sem skerborð.
Viðgerðirnar, til að halda fjölinni saman, eru orðnar mjög lausar og fjölin því mjög viðkvæm.

* Í febrúar 2009 hreinsaði Nathalie Jaqueminet forvörður þetta seiga dökka efni af fjölinni og það er því nú mun minna áberandi en áður.

Heimildir

Ellen Marie Magerøy. Íslenskur tréskurður í söfnum á Norðurlöndum. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1955-1956. Reykjavík 1957. Bls. 118.
Matthías Þórðarson. Handskrifuð skrá, óútgefin.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana