LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiGarðahúfa
Ártal1860

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

GefandiKonráð Maurer

Nánari upplýsingar

Númer2457/1883-306
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð38 x 2,2 cm
EfniFlauel, Silki
TækniSaumur

Lýsing

Garðahúfa úr grænrósóttu silki, með svörtum flujelsborða neðzt og svörtum flujelsböndum, sem mynda tígla á báðum hliðum. Ofaná brúnunum eru rauðir silkiborðar og hvítir kniplingar á og framaní, en aptaní er sem dálítill ljereptspungur og úttroðinn hnöttur apturúr og yzt eins konar blóm, margsamsett. Í boga efst á báðum hliðum, uppi við brúnirnar eru garðarnir, svartir , úr silki, sívalir og úttroðnir, með sauðsvartri ull, um 38 cm. að l. og 2,2 cm. að þverm. Að innan er húfan fóðruð með hvítu ljerepti, gróf gerðu. Kollurinn gengur út í odda fremst og aptast, en er bogamyndaður út til beggja hliða, um 27 cm. að l. og 17 að br.: brotin saman eptir miðju. Hvor hlið er hálfhringlumynduð og jafnframt eru þær bogadregnar dálítið að neðan: um 20 cm. að hæð og um 26 cm. að l. Húfan er íslenzk og líklega frá því um 1860, þá báru ýmsar eldri konur í Svarfaðardal og fyrir vestan slíkar húfur. Ein brúður bar þess konar húfu fyrir vestan sumarið 1868(S.V.aths við lýsingu sína á nr. 279). Fleiri líkar eru til í safninu, sbr. nr. 279, 2052 og 4509.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana