LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiVefjarskeið
Ártal800-1000

StaðurKornsá
ByggðaheitiVatnsdalur
Sveitarfélag 1950Áshreppur
Núv. sveitarfélagHúnavatnshreppur
SýslaA-Húnavatnssýsla
LandÍsland

GefandiLárus Þórarinn Björnsson Blöndal 1836-1894

Nánari upplýsingar

Númer1777/1880-6-4
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munir, Fundaskrá
Stærð14,9 x 3,2 cm
EfniHvalbein

Lýsing

Vefskeiðarbrot úr hvalbeini tvö, handfang, l. 15,2 cm., og oddur, l. 11,5 cm., þ. 0,7 og br. mest 3,2 cm. Hnúðar eru aptast og fremst á handfanginu, líkir hjöltum og hefur vefskeiðin líkst mjög saxi, en er þetta nefnt ,,beinknífur" í skýrslu Sig. Vigf.s. í Árb. 1880-81, bls. 58, og í skýrslum safnsins, en slíkir beinhnífar eru allsendis óþektir fyr og síðar; vefjarskeiðar aptur á móti algengar í kvennadysjum frá þessu tímabili (sjá tilvitn. rit eptir Rygh S chetelig t. d.). - Sjálft handfangið, meðalkaflinn, hefur verið 8,2 cm. að l., 1,9 - 2,5 cm. að br. og 1,5 cm. að þ. Hversu löng vefskeið þessi hefur verið er allsendis óvíst, en hún virðist varla hafa verið lengri en 45-50 cm. Hún hefur verið svo sem hnífur að því leyti einnig að önnur röndin hefur verið þykk svo sem bakki, en hin eggmynduð. Hún hefur verið dálítið bogin, gerð úr rifi,  og er henni hefur verið haldið í hægri hendi og oddurinn látinn beygjast að hefur bakkinn snúið upp. Hún virðist því ekki hafa verið ætluð til að slá með voð í vef, enda mun hún og hafa verið of lítil til þess, heldur mun hún hafa verið ætluð fyrir smávef og bandvefnað, þar sem slegið hefur verið að sjer , svo sem títt var í  floslárunum er tíðkuðust nú á síðari öldum, sbr. nr. 991 og 1031; í honum er borðinn lárjettur og slegið að sjer. - Sömuleiðis var þessi vefjarskeið hentug í uppstandandi vef, ef slegið var niður, en ekki upp, en óvíst er hvort slíkir vefir hafa tíðkast hjer eða annars staðar á Norðurlöndum í fornöld.

Heimildir

Kristján Eldjárn. Kuml og haugfé. Reykjavík 2000, bls.125-127. Sigurður Guðmundsson. "Kornsár-fundurinn." Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1880 og 1881. Reykjavík 1881, bls. 57-64.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana