LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantarLandfræðileg staðsetning


HeitiNæla
Ártal900-1000

StaðurKornsá
ByggðaheitiVatnsdalur
Sveitarfélag 1950Áshreppur
Núv. sveitarfélagHúnavatnshreppur
SýslaA-Húnavatnssýsla
LandÍsland

GefandiLárus Þórarinn Björnsson Blöndal 1836-1894

Nánari upplýsingar

Númer1780/1880-6-7
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munir, Fundaskrá
Stærð6,4 x 3,4 cm
EfniLátún
TækniMálmsmíði

Lýsing

Nælur 2 úr messing, báðar eins, tungumyndaðar, l. 6,1 og 6,2 cm. og smálykkja hálf framúr beinu endunum að auk; br. 3,5 cm. Tvöfaldur og er yfirborðið gagnskorið, en undir sljett þynna og virðist hún vera með silfurhúð sumsstaðar; yfirborðið er bygt niður yfir rönd þynnunnar. Járnnál hefur verið á báðum að neðan, en er nú af annari; hún leikur á þolinmóði í smáeyrum og oddinum fest undir krók eða beygju sem enn tíðkast. Neðan undir þolinmóðinn hefur verið fest látúnsbeygj u á járnnálina. Í yfirborðinu eru 2 dýr með löngum og mjóum búk, löngum fótum og afarlangri rófu, löngum eyrum eða lokk aptur af hausnum; en umhverfis er sem umgjörð með smáhringum eða smábólum. Ekki vottar nú fyrir gyllingu, en þó kunna nælur þessar að hafa verið gyltar, svo sem siður var til. Í smálykkjunum á breiðu endunum hefur líklega verið krókur eða festi á milli nælanna. - Undir járnnálinni eru leifar af klæði því er henni hefur síðast verið fest í, tveir þráðarspottar og uppraktir endar á ullarbandi; hefur spanskgrænan varið ullina fúa. Slíkar nælur sem þessar hafa fundist á Norðurlöndum og álíta menn að þær sje gerðar með þessari lögun eptir líku lagi og eru upprunalega suðrænir. Lagið virðist fallegt og hentugt fyrir par af slíkum nælum og smálykkjan í beina endanum sýnir að þær hafa átt saman tvær jafnan. - Sbr. Árb. 1880-81, bls. 60. 1)     1) Sjá ennfr. Müller, ordning II., nr. 606, Rygh nr. 663 (sbr. 607 og 608), Montilius 553, Månadsbl. 1877, nr. 69-70.

Sýningartexti

Tvær tungulaga nælur úr kumli, að virðist konu. Hafa verið með þorni úr járni, en gerðin á upphaf sitt í beltissprota. Skrautið er í Jalangurssstíl, einum skrautstíla víkingaaldar. Úr kumli á Kornsá í Vatnsdal, frá fyrri hluta 10. aldar. 1780. Tvær tungulaga nælur með skrauti í Jellingestíl. Úr kumli konu. konu á Norðurlandi. Frá 10. öld. 1780. Spjaldtexti Tvær tungulaga nælur með skrauti í Jalangursstíl. Two tongue-shaped brooches decorated in the Jelling style.

Heimildir

Kristín Huld Sigurðardóttir: "Haugfé. Gripir úr heiðnum gröfum." Hlutavelta tímans. Menningararfur á Þjóðminjasafni. Rvk. 2004. Bls. 64-75, skart 68-9. Kristján Eldjárn. Kuml og haugfé. Rvk. 2000, bls. 125-127, 270, tungunælur bls. 370-71. Sigurður Vigfússon. "Kornsár-fundurinn." Árbók hins íslenska fornleifafélags 1880 - 1881. Rvk. 1881. Bls. 57-64, aðall. bls. 60. Sophus Müller: Ordning af Danmarks Oldsager II. Kmh. 1888-95. Nr. 606. Oluf Rygh: Norske Oldsager. Kristiania 1885. Nr.  663.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana