Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiLíkneski, úr kirkju
MyndefniDýrlingsmynd, Kona
Ártal1450-1550

StaðurEyri í Skutulsfirði
ByggðaheitiSkutulsfjörður
Sveitarfélag 1950Eyrarhreppur Hnífsdalur
Núv. sveitarfélagÍsafjarðarbær
SýslaN-Ísafjarðarsýsla (4800) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer3219/1889-31
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð97,3 cm
EfniViður
TækniTækni,Útskurður

Lýsing

Kirkjunni á Skutulsfjarðareyri sent af prófastinum þar: Lykneski af Maríu hvar hún hedr á barninu, það er skorið úr tré, og er 1 al. 13½ þuml. á hæð, stendr á litlum fótstalli, myndin hefir slegið hár gylt og sítt, er fellr í tveimur lokum niðr á hverja hlið, og fer vel, enn er berhöfðuð, hún er í skykkju ljósbrúnni með gilltum blöðum í skaut niðr, hún er innanundir í kirtli ljósum með höfuð smátt er gengur niðr í odd hann er skósíðr, myndin sýnist vera resturedud, því gyllingin er fögur, og litir nylegir því varla eru slíkar myndir reformation nema ef væri eptir öðru. Jóhann Keller segir að þessi mynd sé áræðanlega íslenzk, sbr. bréf frá honum Dags.5.9.1963.

Sýningartexti

Líkneski af Maríu með sveininn Jesú. Úr kirkjunni á Eyri í Skutulsfirði (Ísafirði) sem helguð var Maríu mey ásamt Jóhannesi postula. Altítt var í kaþólskum sið, að kirkjur ættu líkneski þeirra dýrlinga sem þær voru helgaðar. Flestum líkneskjum helgra manna var eytt eftir siðaskiptin en þó fengu myndir af Maríu og myndir af Kristi á krossinum frekar að haldast. Líkneskið er talið íslenskt verk frá um 1500 eða síðar.
3219

Líkneski af Maríu með sveininn Jesú. Úr kirkjunni á Eyri í Skutulsfirði þar sem nú er Ísafjörður, hún var helguð Maríu mey ásamt Jóhannesi postula. Altítt var í kaþólskum sið, að kirkjur ættu líkneski þeirra dýrlinga sem þær voru helgaðar. Flestum líkneskjum helgra manna var eytt eftir siðaskiptin en þó fengu myndir af Maríu og myndir af Kristi á krossinum frekar að haldast. Líkneskið er talið íslenskt verk frá um 1500 eða síðar.
3219

Spjaldtexti:
8. Mynd af Maríu með barnið Jesú nýfætt. Úr kirkjunni á Eyri í Skutulsfirði. Frá um 1500 eða síðar.

8. Virgin and Child. Believed to be Icelandic, from 1500 ad or later.

Heimildir

Krisján Eldjárn. Íslenzk list frá fyrri öldum. Reykjavík 1959.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana