LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiLjár
Ártal1800-1900

StaðurHúsafell 1
ByggðaheitiHálsasveit
Sveitarfélag 1950Hálsahreppur
Núv. sveitarfélagBorgarbyggð
SýslaBorgarfjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiÞorsteinn Þorsteinsson 1889-1962

Nánari upplýsingar

Númer12559-b/1939-32-2
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð49 x 2,5 cm
EfniMálmur
TækniMálmsmíði

Lýsing

Ljáir 2 íslenzkir, einjárnungar (spíkur), mjög líkir að öllu leyti, en annar virðist eitthvað notaður og eyddur, t.d. í oddinn, en hinn lítið sem ekki. Þeir eru 48 og 49 cm langir mælt eftir bakkanum og ca 2,4 og 2,7 cm breiðir, bakkinn 5 mm þykkur, grashlaupið 3 cm langt, þjóið 9 cm langt og 2 cm breitt, en sneitt af endanum báðum megin eins og hvatt í eyra. Þjóið er  6 mm þykkt neðst, en þynnst upp eftir. Ljáirnir eru fallega sveigðir í oddinn og meðfram endilöngum bakkanum ofan á er drag til skrauts. Fljótt á litið minna þessir ljáir mikið á skozka ljái, enda þjó og bakki þeirra smíðaðir hér heima á líkan hátt og einjárnungarnir áður. Sennilega eru þessir ljáir ekki gamlir, jafnvel frá fryrri hluta 19. aldar. - Fundust á Kaldadal og mun þá líklega einhver Sunnlendingur, er var að fara í kaupavinnu norður, haf týnt þeim.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana