Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiSnældusnúður
Ártal1197-1400

StaðurHruni
ByggðaheitiYtrihreppur
Sveitarfélag 1950Hrunamannahreppur
Núv. sveitarfélagHrunamannahreppur
SýslaÁrnessýsla (8700) (Ísland)
LandÍsland

GefandiJóhann Briem 1818-1894

Nánari upplýsingar

Númer1933/1881-69
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá, Fundaskrá_Lausafundir
Stærð5,4 x 1,4 cm
EfniSteinn
TækniTækni,Steinsmíði

Lýsing

Snældusnúður úr móleitum steini mjúkum, kúptur ofan og flatur neðan, þver. 5,4 cm., þ. 1,4 cm. Kringlótt gat í miðju, 1,4 cm. að vídd efst, en 1,7 að vídd neðst. Hefur verið sljettur og vel jafn, en kvarnast hefur nokkuð úr brúnunum. Neðaná er krotað með rúnum: (þ.e. Þóra á mig) og þar fyrir aptan, óljóst og líklega af öðrum síðar \O, sennilega * og ¦. Gefandinn skrifar m.a. um þennan hlut: Vera má að hér sé bundið nafn þess, er snúðinn gjörði, eða gaf Þóru. Snúðurinn fanst haustið 1880 í maturtagarði fyrir neðan bæinn í Hruna, ofarlega í mold. Garður þessi hefur verið yrktur víst 60 ár, og hafa aldrei fyr í honum fundist fornmenjar neinar, svo menn viti. Ef til vill hefur hér verið ösku - eða sorp-haugur til forna, þótt ekki hafi þess sest nein merki. Einhvern tíma hefði þótt ekki ósennilegt, að snúð þenna hefði átt Þóra Guðmundsdóttir, kona Þorvalds Gissurarsonar og móðir Gissurar jarls. Þóra var í Hruna frá því hún giptist Þorvaldi 1197 og síðan fullan aldarþriðjung, en rithátturinn \¦/ ¦ ¦°/ fyrir \¦/ ¦ ¦°/ (mik) er víst yngri en svo að áletrunin geti verið frá þessu tímabili: varla eldri en frá 14. öld.


Heimildir

Kristján Eldjárn. "Snældusnúður Þóru í Hruna". Gengið á reka. Akureyri 1948, bls. 139 - 147.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana