LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiVefjarskeið
Ártal1700-1850

StaðurLeysingjastaðir
ByggðaheitiÞing
Sveitarfélag 1950Sveinsstaðahreppur
Núv. sveitarfélagHúnavatnshreppur
SýslaA-Húnavatnssýsla
LandÍsland

GefandiJóhann Jónsson

Nánari upplýsingar

Númer771/1870-20
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
EfniHvalbein
TækniBeinsmíði

Lýsing

Skeið úr íslenzka vefstaðnum, gjör úr hvalbeini, slitin.

Sýningartexti

Vefjarskeið úr hvalbeini frá gamla vefstaðnum. Hún var til að slá með ívafið að uppistöðunni. Líklegast frá 18. öld, en gamli vefstaðurinn lagðist fljótlega af er "danskir vefstólar" komu á 18. öld þegar Innréttingarnar voru settar á stofn í Reykjavík. Kom frá Leysingjastöðum í Þingi, A.-Hún.
771

Vefjarskeið úr hvalbeini. Hún var til að slá með ívafið að uppistöðunni í gamla vefstaðnum sem notaður var einvörðungu fram undir lok 18. aldar er hinir svokölluðu "dönsku vefstólar" komu til.

Spjaldtexti:
Hræll og vefjarskeiðar úr hvalbeini. Tilheyra vefstað. Sjá skýringarmynd hjá vefstað.

Whalebone pin beater and sword beaters. Tools for a warp-weighted loom. See the diagram by the loom.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana