LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantarLandfræðileg staðsetning


HeitiAltaristafla
Ártal1692

StaðurLeirárkirkja
ByggðaheitiLeirársveit
Sveitarfélag 1950Leirár- og Melahreppur
Núv. sveitarfélagHvalfjarðarsveit
SýslaBorgarfjarðarsýsla (3500) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer4406/1897-45
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
EfniViður
TækniTækni,Málun

Lýsing

Úr aðfangabók:
Altaristafla úr Leirárkirkju í Borgarfirði. (Á skýringarmiða í safninu segir, að taflan sé frá Melum í Melasveit) (Það var í safninu fyrir endurbætur og enduropnun 2004. FHÓ).

Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir, des. 2011:
Taflan er dönsk, vængjatafla. Á ytri hlið vængja er mynd af Evu og Adam þar sem þau standa við lífsins tré í aldingarðinum Eden. Eva heldur á eplinu og snákurinn hringar sig um trástofninn. Á vængjunum innanverðum eru myndir af guðspjallamönnunum með einkennisverum sínum. Allir halda þeir á bók. Á vinstri væng er Matteus [S: MATHEUS] með vængjaðan mann (engil) að ofanverðu og Markús [S: MARKÚS] með ljónið þar fyrir neðan. Á hægri væng er Jóhannes [S: JOHANNES] með örninn að ofanverðu og Lúkas [S: LÚCAS] fyrir neðan með uxann. Miðtaflan er samsett úr þremur fjölum. Á henni er mynd af heilagri kvöldmáltið Krists og lærisveinanna (síðasta kvöldmáltíðin). Þar fyrir neðan er afmarkaður stór flötur með áletrun úr Biblíunni:
„Vor HERRE JESÚS Christús i den Nat der hand blef forraad / tog hand Brødet / tackede / oc brød det / gaf sine Discipler oc sagde: Tager dette hen / oc æder det / det er mit Legeme som gifvis for eder / det giører i min Ihúkommelse. Lige saa tog hand oc Kalcken effter Ufflens Maaltid / tackede / gaf dennem / oc sagde: Dricker alle der aff / denne er det Nÿ. Testamentis Kalck i mit Blod / det som bliffver úd gÿdet for Eder / til Sÿndernis. forladelse: Dette giører saa ofte som I dricke I min Húkommelse.“
Ofan á töfluna er fest skrautfjöl með áletrun: „Til Guds ære oc Kirckens Prÿdelse“ og á framhlið vængjanna, ofan og neðan við myndina af Evu og Adam, stendur: „Haffúer Rasmús Laúridsen for ærit denne Alter taúffle til Nes oc st. Nickolaÿ Kircke A° 1692“.
Samkvæmt þessu hefur taflan að líkindum upphaflega tilheyrt kirkju í Nesi við Seltjörn, en þar var kirkja allt frá 13. öld (að því er talið er) sem helguð var heilugum Nikulási. Kirkja var þar allt til loka 18. aldar, er hún var aflögð og sóknin sameinuð Reykjavík.

Kirkjur Íslands, 13.bindi, bls.240:
Altaristafla [...] sem kom til Leirár úr kirkjunni á Melum í Melasveit. Hefur verið í safninu frá 1897.
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 25.5.2011)

Heimildir

Kirkjur Íslands, 13.bindi. Ritstjórar: Jón Torfason, Þorsteinn Gunnarsson. Reykjavík, 2009.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana