LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiBuxur

LandÍsland

Hlutinn gerðiÞorkell Sigurðsson, Guðrún Sigurlaug Jónasdóttir
GefandiHróðný Einarsdóttir 1908-2009
NotandiJóhannes úr Kötlum 1899-1972

Nánari upplýsingar

Númer1980-65-5
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð82 x 62 cm
EfniSilfur, Ullarefni
TækniSilfursmíði

Lýsing

Bláar hnésíðar ullarbuxur með lykkjum neðst fyrir böndin í skónum. Á buxunum eru 4 utanáliggjandi vasar, tveir að framan og tveir að aftan, einnig eru tveir hliðarvasar. Buxunum er lokað að framan með krókum. Á þeim eru 6 hnappar fyrir axlabönd. Neðst á skálmum eru silfurspennur ein á hvorri skálm til að draga skálmarnar saman.
Litklæði Jóhannesar úr Kötlum sem hann bar á Alþingishátíðinni 1930. Safnnúmer 1980:65-1-7.
Bréf fylgir búningnum og segir þar að Ungmennafélagshreyfingin hafi ætlað að fá nokkra unga menn til að bera þjóðhátíðarbúning úr alíslensku efni en aðeins Jóhannes hafi framkvæmt það. Þetta er ekki alveg rétt því fleiri fengu sér búning og er þar þekktastur Oddur sterki af Skaganum sem var mikið á ferðinni í sínum fornmannabúningi og einnig með alvæpni.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana