LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiHvalbein
MyndefniEngill, Hjarðsveinn, Jesúsbarnið
Ártal1600-1650

StaðurSkarð
ByggðaheitiLand
Sveitarfélag 1950Landmannahreppur
Núv. sveitarfélagRangárþing ytra
SýslaRangárvallasýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiBrynjólfur Jónsson
GefandiNationalmuseet Kaupmannahöfn

Nánari upplýsingar

Númer10900/1930-310
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð22,8 x 7,7 cm
EfniHvalbein
TækniBeinskurður

Lýsing

Úr aðfangabók:
Beinþynna, öll útskorin annars vegar og gagnskorin, þríhyrnd, l. 22,8 cm., br. mest neðst 7,7 cm., en oddurinn efst er sljór og brotinn af. Þynnan er úr hvalbeini og er 4 mm. að þykt, dálítið boginn á þverveginn. - Útskurðurinn sýnir fæðing Jesú; efst eru 2 englar, á miðju 4 hirðar, neðst hjörð og María með Jesú á skauti sínu; er hún í súlnahliði (húsi); jatan með uxa (og asna?) sjest hjá. Útskurðurinn er lágt upphleyptur, ekki alls kostar illa gerður, og má heita vel fyrirkomið; vissulega íslenzkur og frá öndverðri 17. öld. Frá Skarðs-kirkju á landi. Gefin þjóðminjasafninu í K.höfn 1830 af Hoppe kammerjungherra. (MMCXXVIII).- Sbr. e.fr.nr. 10910-10911.

Úr Mynd á þili:   (Texti eftir Þóru Kristjánsdóttur)
Úr myndatexta: „Útskorið hvalbein, ...,  með útskornum og gagnskornum myndum er sýna fæðingu Krists.  Efst eru tveir englar í klæðnaði frá endurreisnartímanum, á miðju fjórir menn, trúlega fjárhirðar, neðst hjörð þeirra vinstra megin og María með Jesúm í fanginu hægra megin en jatan, uxinn og asninn þar til hliðar.   Umhverfis Maríu og jötuna eru súlur og burst yfir.“
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 27.9.2010)


Sýningartexti

Útskorin hvalbeinsplata með myndum af fæðingu Jesú. Þar sjást tveir englar og fjórir fjárhirðar í miðju, neðst er hjörð og þar María með Jesú í skauti sínu og jatan með uxa og asna hjá. Úr Skarðskirkju í Landsveit, ein af fleiri sams konar skornum plötum eftir Brynjólf Jónsson, sem þar bjó um aldamótin 1600. Var send til Kaupmannahafnar á 19. öld en var skilað aftur hingað árið 1930.
10900

Útskorin hvalbeinsplata með myndum af fæðingu Jesú. Þar sjást tveir englar og fjórir fjárhirðar í miðju, neðst er hjörð og þar María með Jesú í skauti sínu og jatan með uxa og asna hjá. Úr Skarðskirkju á Suðurlandi, ein af fleiri sams konar skornum plötum eftir Brynjólf Jónsson, sem þar var bóndi um aldamótin 1600. Var send til Kaupmannahafnar á 19. öld en var skilað aftur hingað árið 1930.
10900

Spjaldtexti:
Áferðarfögur spjöld
Hvalbein var haft til margs kyns smíða enda sterkt efni og áferðarfagurt. Algengt var að renna úr því smáhluti, svo sem taflmenn. Margir hagleiksgripir á borð við þá sem hér eru sýndir voru skornir úr hvalbeini.
1. Þrjú spjöld og eitt brot með myndum úr Biblíunni, skorin af Brynjólfi Jónssyni bónda í Skarði um aldamótin 1600. Spjöldin eru úr kirkjunni í Skarði í Landsveit en brotið (a) mun úr Klausturhólakirkju í Grímsnesi. Spjald (b), hefur líklega verið á predikunarstóli með myndum af upprisu Krists. Neðst sést ofantaka hans af krossinum. Þar fyrir ofan er Kristur í gröfinni og hjá honum rómverskir hermenn með alvæpni. Til hægri við gröfina er Kristur upprisinn og stingur sigurtákni sínu í dauðann. Ofar sést himnaför Krists og sjá lærisveinarnir meistara sinn hverfa í ský. Efst er Kristur í faðmi Guðs föður á himnum. Þar sést einnig krossfesting Krists og Kristur sem konungur himins og jarðar. Altarishurð (c) með myndum af fæðingu Jesú, umskurn hans og skírn. Einnig sést Jesús blessa börn og að lokum er barnsskírn. Á rimlunum sjást Heródes, Salóme að spila og dansa, hermaður sem hálsheggur Jóhannes skírara og Salóme með höfuð Jóhannesar á fati. Á spjaldinu (d) sjást fjárhirðarnir á jólanótt og María með Jesúbarnið.

Whalebone Carvings
Whalebone was used to make a variety of objects, as it was both durable and decorative. Small items such as chessmen were generally turned from whalebone, while larger objects were carved.
1. Four panels, one incomplete, Bible scenes carved by farmer Brynjólfur Jónsson of Skarð, south Iceland, around 1600 AD. The complete panels are from Skarð Church but the fragment (a) is from Klausturhólar Church in Grímsnes. Panel (b), probably from a pulpit, depicting the Resurrection of Christ. At the bottom is the Descent from the Cross, and above it Christ entombed, with armed Roman guards. At the right of the tomb is the risen Christ, stabbing Death with his trophy. Above is the Ascension of Christ: the disciples watch Jesus vanish into the clouds. At the top is Christ embraced by God the Father in Heaven, the Crucifixion, and Christ in Glory as King of Heaven and Earth. Altar door (c) with pictures of the Nativity, Circumcision and Baptism of Christ. Christ is also depicted blessing the children, and finally the baptism of an infant. On the posts are Herod, Salome dancing, a soldier beheading John the Baptist, and Salome with St. John’s head on a platter. The panel (d) depicts the Adoration of the Shepherds and the Virgin and Child.


Heimildir

Þóra Kristjánsdóttir.  Mynd á þili.  Reykjavík, 2005:  bls. 34 - 39.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana