LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiRakvélablaðabrýni
Ártal1940-1960

ByggðaheitiEyrarbakki
Sveitarfélag 1950Eyrarbakkahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Árborg
SýslaÁrnessýsla
LandÍsland

GefandiInga Lára Baldvinsdóttir 1956-

Nánari upplýsingar

Númer2010-24
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð6,9 x 5,2 x 3 cm
EfniGler

Lýsing

Rakblaðabrýni úr grænu, gagnsæju gleri. Rakvélar (svokallaðar sköfur) urðu algengar í kringum 1930. Þær voru með margnota rakvélablöðum. Blöðin voru gjarnar brýnd með því að nudda þeim inni í vatnsglasi og er þetta brýni í ætt við glas, er eins og efsti hluti vatnsglass, um 1/3 að ummáli þess. Ætla má að farið hafi verið að flytja slík brýni inn nokkuð eftir að rakvélar urðu algengar, mögulega á 5. - 6. áratug 20. aldar. Á brýninu má sjá að vatn hefur verið látið í brýnið og rakblaðinu svo strokið eftir því, og er glerið orðið matt á brýnisfletinum. Brýnið var, ástamt öðru samskonar, í lager Verslunar Guðlaugs Pálssonar, „Laugabúð“, að Eyrargötu 46 á Eyrarbakka. Þau hjónin, Inga Lára Baldvinsdóttir og Magnús Karel, keyptu húsnæðið árið 1998. Brýni sem þetta virðast hafa verið nokkuð algeng á Íslandi um tíma og hafa verið seld nokkuð víða. Neðan á botni brýnisins er upphleypt áletrun:

 LILLICRAP'S HONE
MADE IN ENGLAND
PATENT NO 346037
RCD. NO. 756950
FRANCE BREVET NO. 708000
D.R.C.M. 1148563
PATENTED THROUGHOUT
THE WORLD

Eilítið er brotið upp úr einu horni brýnisins en annars er það í mjög góðu ástandi.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana