Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiHökull
TitillÁlfahökullinn
Ártal1709

StaðurHagakirkja á Barðaströnd
Annað staðarheitiKirkjan
ByggðaheitiBarðaströnd
Sveitarfélag 1950Barðastrandarhreppur
Núv. sveitarfélagVesturbyggð
SýslaV-Barðastrandarsýsla (4600) (Ísland)
LandÍsland

GefandiHerdís Guðmundsdóttir Scheving Benediktsen 1820-1897, Ingibjörg Ebenezersdóttir 1812-1899

Nánari upplýsingar

Númer2061/1882-21
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð110 x 80 cm
TækniTækni,Textíltækni,Vefnaður,Flosvefnaður

Lýsing

Úr aðfangabók:
Gefið af Ingibjörgu Magnusen á Skarði og Herdísi Benediktsen í Reykjavík.    Hökull úr grænu, rósofnu flosi, fóðraður með bláu ljerepti grófgerðu: kross á baki úr bláu, rósofnu silki og lagður gullvírsborða, ofnum, á jöðrunum, en umhverfis á höklinum sjálfum er enginn borði.  Heill á öxlum. Bakið er 104 cm. að l. í miðju og 81,5 cm. að br., beint niður, lítill bogi að neðan.  Brjóstið hefur líka lögun, en er minna svo sem venja er til, l. í miðju 78 og br. 59,5 cm.  Krossinn er að l. 58 cm. og br. (l. þverálmu) 44 cm.: álmubr. 12 cm.  -Frá Haga á Barðastr.  Kallaður álfahökullinn og er þannig nefndur af því að álfkona vafði honum um barn, er hún kendi presti þar, að því er sagt er (S.V.).  Mun hökull þessi því vera sá hinn sami og sagan nefnir, sem prentuð er í Ísl. þjóðs. og ævint., safnað hefir Jón Árnason, I. bls. 89, þótt þar segi að hökull sá hafi verið gefinn kirkjunni á Brjánslæk.  Presturinn, sem álfkonan færði barn sitt, var, að því er sagan segir, sjera Gísli Ólafsson, prestur í Haga 1784-98 og þareptir á Breiðabólsstað á Skógarströnd til æfiloka, 1810: f. 1730 og því um sextugsaldur er hann var í Haga.   En hökull þessi mun án efa vera sá hinn sami og nefndur er í visitazíugjörð meistara Jóns byskups Vidalins 24. september 1710 á þessa leið:  Tveir afgamlir höklar skrifast úr og alltarisklæðe afgamallt, Item alltarisdukur og stökur tvær, enn í staðinn þessa er aftur kominn hökull velsæmilegur af grænn plusse Blömuðu, under föðraður með bláu lerefte sem proprietaruss tilleggur I Graftrarminning sinnar sælu móður Solveigar Sál: Magnussdóttur.   Solveig andaðist um veturinn áður þessi visitazia fór fram: þessi sonur henner er hjer getur um, að gefið hafi hökulinn, var Ari Þorkelsson Guðmundarsonar Hákonarsonar, sýslumaður í Barðastrandasýslu (vestri hluta) fyrrum, hafði látið af er þetta fór fram.  Þá var prestur að Brjánslæk og Haga sjera Sigurður Snorrason:  En vel má þjóðsagan eiga við þennan hökul samt, því að hún er ekki sannsöguleg.  Þó má ætla, að það hafi samkvæmt henni verið til álfahökull á Brjánslæk, sem hún átti við, en að sögusögnin um, að þessi Haga-hökull hafi verið frá álfkonunni hafi verið bygð á eldri þjóðsögu, þeirri sem er í Þjóðs. J.Á., um álfahökul á Brjánslæk.

Úr Gersemar og þarfaþing: (Texti eftir Árna Björnsson)
Í vísitasíugjörð meistara Jóns biskups Vídalíns þann 24. september 1710 segir eftirfarandi:
„Tveir afgamler höklar skrifast ur og altarisklæðe afgamalt, item altarisdúkur og stólur tvær, enn í staðenn þessa er aftur komenn hökull velsæmilegur af grænu plusse. Blómuðu, undir fóðraður
með bláu lerefte sem proprietarius tilleggur í Graftrarminning sinnar sælu móður Solveigar sál. Magnúsdóttur“  Þessi texti er einnig í textanum hér fyrir ofan en fáein orð eru öðruvísi skrifuð og hefur það áhrif á merkingu textans.

Þjóðsaga sú sem fjallar um álfahökulinn í Haga hljóðar svo:
„Eyjólfur prestsonur í Haga varð skipreika heilan vetur á eyju fyrir landi og gat barn við Mókollu álfamey.  Hann sveikst um að gangast við barninu þegar það var fært til skírnar í Haga þrátt fyrir áskoranir föður síns.  Síðan hvarf barnsvaggan en eftir lágu messuklæði og hökull.  Mókolla vitjaði Eyjólfs í draumi og lagði óheill á hann og afkomendur hans í níunda lið.  Eyjólfur var eftir þetta nefndur mókollur og fyrsta ólán hans var að gera Kristínu systur sína ólétta.  Af honum var kominn mikill ættbogi af auðnulitlu hæfileikafólki.“  Fleiri sögur svipaðar má finna m.a. tengda prestsetrinu á Brjánslæk en þaðan var Hagakirkja útkirkja
„Þræðir að öllum gerðum þessara sagna gætu verið af ýmsum toga spunnir:  Eyjólfur mókollur eldri Magnússon bjó í Haga á 15. öld.  Gísli Filippusson sýslumaður var tengdasonur hans og dó 1504.  Eitt barna hans var Eyjólfur mókollur yngri í Haga.  Einn sona Eyjólfs hét Gísli og var honum komin undan til Noregs fyrir barneign með tveim systrum sínum.  Önnur þeirra, Kristín, giftist seinna Gísla Jónssyni biskupi í Skálholti um miðja 16. öld. “
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 17.8.2010)


Heimildir

Árni Björnsson. „Álfahökull frá Haga.“ Gersemar og þarfaþing. Reykjavík 1994, bls. 50-51.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana