LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiRóðukross
Ártal1500-1600

StaðurHagakirkja á Barðaströnd
Annað staðarheitiKirkjan
ByggðaheitiBarðaströnd
Sveitarfélag 1950Barðastrandarhreppur
Núv. sveitarfélagVesturbyggð
SýslaV-Barðastrandarsýsla (4600) (Ísland)
LandÍsland

GefandiHerdís Guðmundsdóttir Scheving Benediktsen 1820-1897, Ingibjörg Ebenezersdóttir 1812-1899

Nánari upplýsingar

Númer2062/1882-22
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð62,5 x 40 cm
EfniEik
TækniTækni,Málun

Lýsing

Gefandi er Ingibjörg Magnusen á Skarði og Herdís Benediktsen í Reykjavík: Róðukross af altari, allur úr eik. Róðan er í gotneskum stíl, heldur vel skorin: máluð með holdslit, hár og skegg svart, höfuðkranz og mittisskýla gylt. L. 43,5 cm. fætur og höndur skemd. Krossinn er 62,5 cm. að h. og þvertrjeð 40 cm. að l., en það er nýtt og sennil. efsti hluti af sjálfu krosstrjenu. Álmurnar eru, hin gamla, 4 cm. að br. og 1,6 að þykt. Undir krossinum er pallur skrautmálaður og með gyltum listum, h. 7,5 cm., st. efst 14,8 x 12,7 cm. Líklega frá 16. öld og útlendur að uppruna. Frá Haga-kirkju á Barðaströnd.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana