Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiKross
MyndefniBiblíumynd
Ártal1180-1220

StaðurTungufellskirkja
Annað staðarheitiKirkjan
ByggðaheitiYtrihreppur
Sveitarfélag 1950Hrunamannahreppur
Núv. sveitarfélagHrunamannahreppur
SýslaÁrnessýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer7032/1915-315
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð52 x 31,5 cm
TækniSmelt

Lýsing

Kross smeltur og steinsettur; krosstrjeð sjálft nýtt, og fótstallurinn undir því, gert eftir hinum smeltu plötum, hæð 52, br. 31,5 cm.  Á framhlið miðri er kross með róðu, mjög líkur nr. 2445 (sbr. Árb. 1914, bls. 32 - 33), en heill, þ.e. óstyttur, og sjest því mannsmyndin fyrir neðan Krists mynd öll.  Sýnir mann sem er að rísa upp úr gröf sinni og réttir handleggi og hendur fram og upp.  Gloría er engin, og hefir ekki verið, um höfuð þessa manns, 1) sem mun eiga að vera Adam, er rís upp úr gröf sinni á Golgatha (sbr. H. Otte, Handb. d. chr. Kunst-Archäol. I., 540).  Efst á krossmyndinni sjálfri eru stafirnir IHS og XPS (þ.e. Jesous Christos).  Smeltu kringlurnar beggja vegna við krossmyndina eru settar óreglulega og sumar sjást svo sem hálfar útundan krossinum.  Þær virðast eiga að tákna stjörnur, sem skína á bláum himninum (er sólin myrkvaðist?). 2)  Krossinn (öll platan) er að hæð 24,8 og breidd 15 cm. (l. þverálmunnar).  Breidd hvorrar álmu 4,3 - 4,6 cm.  Gyllingin mjög máð af mynd Krists.  Glerungurinn er sleginn af sumstaðar.  - Við alla álmuendana eru eirþynnur ósmeltar, gyltar og grafnar á framhlið og litarlaus steinn (bergkristall), sporöskjulagaður greyptur í.  Breiddin á þeim, sem eru á þvertrjenu, er jöfn breiddinni á krossálmunum (4,6 og 4,5 cm.).  Sú sem nú er uppi yfir krossinum er mjög máð, gyllingin farin af að mestu, og hefur verið tekið af báðum endum hennar, líkl. til þess að gera hana jafnlanga þeirri sem er fyrir neðan krossinn (5,7:5,9 cm.), er þær voru settar á spjaldið í altaristöflunni (sjá hjer á eptir).  Platan fyrir ofan krossinn hefur því á hinum upprunalega róðukrossi verið undir róðunni og því er hún meira máð en hinar, að meira hefur verið tekið á henni.  - Á krossendunum eru smeltar plötur; fyrir ofan 3) og neðan eru englamyndir, en við hægri hlið Krists er mynd Maríu móður hans og við hina mynd Jóhannesar postula.  Höfuðin ein eru upphleypt, nema á englinum neðst á krossinum.  - Á bakhlið er plata á miðju, sporöskjulöguð og þó oddmynduð í báða enda, h. 11,6 cm., br. 7,9 cm.  Á henni er sams konar smelt verk sem flestum hinum, og eins og er á öllum þeim 8 plötum öðrum, sem eru á bakhliðinni, garðasmelt (émail cloisonné).  Á henni miðri er gylt mynd af Kristi sitjandi (á regnboga), sem konungi himins og jarðar; í vinstri hendi heldur hann á (lífsins) bók (Opinb. Jóh. 4. - 5. k.), en hinni hægri lyptir hann upp til blessunar.  Annars vegar við myndina stendur A og hins vegar w (Opinb. Jóh. 22, 13).  - Á endum þvertrjesins og efri enda eru merki guðspjallamannanna, ljónið, örninn og uxinn; neðantil á krossinn hefir verið fest plötu með engli eða öllu heldur manni með vængjum, sem þá getur verið merki Matheusar.  - Efsta myndin á framhliðinni er líklega merki Matheusar líka (verið búin til sem slík mynd), og báðar halda verurnar á bók.  Allar endaplöturnar eru breiðastar yzt (7 cm.) og á þeim 3 bogar á röndinni að utan.  Á milli miðplötunnar og endaplatnanna eru kringlóttar, smeltar smáplötur, 3,3 [eða 3,8] cm. að þverm.  Á þeim eru kross og blóm.  - Kristsmyndin á framhliðinni (krossinum) er ekki með og hefur máske aldrei haft kórónu, eins og oft var þó á rómönskum krossum; 4) höfuðið á Kristsmyndinni á bakhliðinni er upphleypt og með kórónu.  - Krossarnir í Hans Hildebrand, Sveriges medeltid III. 5, bls. 676 - 77, og J. J. A. Worsaae, Nord. Olds., Khavn 1859, bls. 135, eru með líkri gerð, og einkum er Krists-myndin sjálf í síðarnefndu verki lík þeirri sem hjer er um að ræða; á þeim báðum er Kristur með kórónu.  - Kristsmyndirnar á nr. 2445 og þessum krossi (7032) eru mjög líkar, en ekki eins; plöturnar undir einnig nokkuð frábrugðnar hvor annari, eins og tekið hefur verið fram.  Mun þessi síðarnefndi vera lítið eitt yngri, líklega frá því um 1200.  - Hinn upprunalegi kross, að því er virðist heill og lítt gallaður, var til í Tungufells-kirkju alt fram yfir 1820 og er lýst dálítið í vísitatíugjörðum.  Þessar smeltu plötur voru negldar allar á svart spjald (nr. 7033), sem var í miðri altaristöflunni þar; hefur það verið gert um 1825.  Að líkindum hefur krossinn verið alþakinn á báðum hliðum og vantar líklega gyltar þynnur af röndunum og bakhliðinni, og þar að auki að minsta kosti 1 smelta plötu neðst á þeirri hlið.  - Krossinn hefur vitanlega verið altariskross; en gera má ráð fyrir að hann hafi stundum verið tekinn af altarinu og borinn fyrir við helgigöngur á hátíðum og messudögum.  - Margir slíkir krossar virðast hafa verið til hjer á landi fyrrum, en nú sjást þeirra litlar leifar aðrar en til eru í Þjóðminjasafninu (sbr. Árb. 1914, bls. 30 - 37).  Sbr. ennfr. Oldtiden VI. s. 159 - 63, m. mynd af svipuðum krossi (kom í hendur höf. eftir að hið framanskráða var ritað).      

1) Eins og virðist vera á nr. 2445, þar sem hún er í smeltinu, - ekki nein þynna farin frá, eins og sagt var í Árb. 1914, bls. 38.  Mennirnir hafa heldur ekki haldið á neinu eins og þar var sagt að út liti fyrir.    
2) Þessar kringlur eru þó á flestum hinum myndunum (plötunum).      
3)  Sbr. þó það sem sagt er um þessa plötu hjer á eptir.      
4) Kristsmyndin á nr. 2445 hefur því máske aldrei verið með kórónu, og vil jeg því leiðrétta það sem jeg sagði um það í Árb. 1914, bls. 32.  - Þyrnikranz var ekki farið að hafa fyr en um miðja 13. öld.


Sýningartexti

Altariskross í rómönskum stíl með smeltum eirplötum og bergkristöllum, gerður í borginni Limoges í Frakklandi á 13. öld. Krossinn var síðast í Tungufellskirkju í Hreppum en var fyrr í Mosfellskirkju í Grímsnesi og í Skálholtsdómkirkju. Honum hafði verið sundrað á 19. öld og plöturnar festar á spjald sem altaristafla en er nú sem næst og í upphafi. Undir fótum Krists sést Abraham rísa úr gröf sinni, á krossörmunum María og Jóhannes en englar efst og neðst. Á bakhlið er Kristur sem konungur himins og jarðar, en þar vantar nokkuð af skrauti svo og plöturnar á jaðra krossins.
7032

Altariskross með smeltu verki, gerður í borginni Limoges í Frakklandi á 13. öld. Krossinn er endurgerður en skrautplöturnar upphaflegar. Var síðast í kirkju í Tungufelli á Suðurlandi.

Spjaldtexti:
4. altariskross eða uppihaldskross með smeltu skrautverki, úr Draflastaðakirkju í Fnjóskadal. Gerður í borginni Limoges í Frakklandi á 13. öld.

4. altar cross or processional cross, enamelled. From Limoges, France, 13th century.


Heimildir

Hörður Ágústsson. "Af minnisblöðum málara. Smeltur kross á flakki." Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1980. Reykajvík 1980, bls. 62- 64.
Hörður Ágústsson. "Varðveittur skrúði og áhöld." Skálholt. Skrúði og áhöld. Reykjavík 1992, bls. 229-260.
Kristján Eldjárn. "Smeltur kross frá Limoges." Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Reykjavík 1962, nr. 55.
Matthías Þórðarson."Róðukrossar með rómanskri gerð." Árbók hins íslenzka fornlefafélags 1914.
Þór Magnússon. "Limoges-verk á Íslandi." Yrkja, afmælisrit til Vigdísar Finnbogadóttur. Reykjavík

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana