LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiGriffilspjald
Ártal1900

StaðurLaugavegur 21
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland

GefandiHaldor Gunnar Haldorsen 1963-1977
NotandiElse Jónsdóttir Haldorsen 1861-1954, Ole Johan Haldorsen 1849-1931

Nánari upplýsingar

Númer1990-11-6
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð29,3 x 20,7 x 0,9 cm
EfniSkífer

Lýsing

Griffilspjald í tréramma. Í það er fest snæri til að hengja spjaldið upp. Á annarri hlið er spjaldið nokkuð rispað en að öðru leyti er ástand þess gott. Griffilspjöld voru notuð til æfingar í skrift og reikningi. Haldor G. Haldorsen afhenti úr búi langafa og langömmu sinnar, Ole Johan Haldorsens og Else Haldorsens.

Sýningartexti

Ritspjald, dökk skíferplata í tréramma og snæri í til að hengja megi spjaldið upp. Slík spjöld áttu mörg börn og unglingar síðla á 19. og á snemma á 20. öld og æfðu sig í að skrifa á þau og reikna og var algengt að hafa þau í skólum. Skrifað var með griffli úr kolefni, svipuðum blýanti, og var skriftin á spjaldinu ljós og mátti síðan auðveldlega þurrka hana út með tusku, eða jafnvel handarbakinu, og skrifa á ný.
1990-11-6

Ritspjald, dökk skíferplata í tréramma og snæri í til að hengja megi spjaldið upp. Slík spjöld áttu mörg börn og unglingar síðla á 19. og á snemma á 20. öld og æfðu sig í að skrifa á þau og reikna og var algengt að hafa þau í skólum. Skrifað var með griffli úr kolefni, svipuðum blýanti, og var skriftin á spjaldinu ljós og mátti síðan auðveldlega þurrka hana út með tusku, eða jafnvel handarbakinu, og skrifa á ný.
1990-11-6

Spjaldtexti:
Landssími 1906 og almenn skólaskylda 1907.
Fyrsti áratugurinn var tímabil nýjunga og framfara á mörgum sviðum, ekki síst í menntun landsmanna.
Símtækið er frá Talsímahlutafélagi Reykjavíkur sem var stofnað árið 1904. Skiltið með fálkamerki heimastjórnartímans er frá Landssímastöð á Austurlandi. Griffilspjöld notuðu börn í skólum um allt land en þetta er frá Reykjavík. Barnagullin eru frá Gilsfjarðarmúla í Geiradalshreppi.

Telephone company 1906 and compulsory education 1907.
The first decade of the 20th century was a period of innovation and progress in many fields, not least education.
Telephone from the Reykjavík Telephone Corporation, founded 1904. Plaque depicting a gyrfalcon, symbol of Iceland, from a telephone exchange in East Iceland. Schoolchildren learned to write using slates – this example is from Reykjavík. Objects used as children’s toys from Gilsfjarðarmúli in Geirdalshreppur.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana