LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantarLandfræðileg staðsetning


HeitiAltaristafla
Ártal1648

StaðurKirkjubær
ByggðaheitiHróarstunga
Sveitarfélag 1950Hróarstunguhreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshérað
SýslaN-Múlasýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer4637/1899-108
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð87,5 x 102 cm
EfniEik
TækniMálun

Lýsing

Olíumynd af séra Ólafi prófasti Einarssyni á Kirkjubæ og konu hans og börnum.  Frá Kirkjubæ í Hróarstungu. Minningartafla um Ólaf prófast og fjölskyldu hans: smíðuð úr eik, sljett spjald í einfaldri umgerð, svartri og gyltri rjetthyrndri að neðan, en með burst efst, br, 87,5 sm., h. 102 á hlið, 135 á burst efst: með 2 vængjahurðum fyrir, sem mætast á miðju: þær eru með strikuðum okum og stórum lömum, útsorfnum. Hún er máluð rauð öll að utan, og á hurðunum utanverðum, 10,5 cm. að þ. lokuð.  Krókur á hurðunum, af annari á lista á hinni, sem kemur yfir samskeytin.  Að aptan er spjaldið í töflunni málað blágrátt, með ártalinu 1648 efst og áletrun fyrir neðan svofeldri:  PIETASADOMNIAVTILIS - EST, PROMISSIONEMHABENSVITÆ PRÆSENTIS AC - FVTVRL. 1TIM. IV. Eins og venja var til er fjölskyldan máluð svo sem verandi við krossfesting Krists á Golgata.  Sjálf Krists- myndin er máluð mjög átakanlega, en landslagið, turnar og musteri í Jerúsalem o.fl., sjest í fjarlægð og himininn að mestu leyti dimmur, með myrkvaðri sólu. Þau hjónin krjúpa við krossinn:  Ólafur prófastur vinstra megin, í svartri hempu með pípukraga, mikið, hvítt hár og skegg. Mynd hans sæmilega lík. Fyrir aptan hann standa þrír elstu synir hans: mun Stefán, skáldið, vera sá er stendur í miðju og heldur á stórum pípuhatti í hægri hendi: hann er í svartri hempu, með hvítan, sljettan kraga.  Hann hefur mikið ljóst hár og skegg á efri vör, og lítinn topp á neðri vör og höku.  Tveir yngri bræðurnir, drengir, krjúpa fremst: eru í mógráum fötum, með ljósa kraga um háls.  Lítill reifastrangi, rauður, liggur á gólfi, dáinn smádrengur: tveir aðrir liggja á gólfinu kvennamegin, fyrir framan móður sína, en fyrir aptan hana standa 4 eldri systurnar og krjúpa 2 af þeim yngri, allar í svörtum hempum, með hvíta kraga felda, niðurundan svörtum höttum: rauðar svuntur sjást á 3.  Yngsta dóttirin er í grárri kápu og með rauða húfu yfir hvítum feldi, og hefur rauða svuntu eða pils. Um rjettan svip á mæðgunum eða þeim bræðrunum er naumast að ræða, nema á Stepháni og þeim elstu bræðrunum. Letrað er dauft við krossinn, á dökkan himininn: SPES - AGRICOLAS.Fyrir neðan myndirnar er letrað með gyltu letri á svart: EFFIGIES ADMODVM REVERNDI ET DOCTISSIMI - VIRI D. OLAI EINERI PASTORIS KIRKE BÆENSIS ET - ECCCLESIARVM MVLANAR PRÆPOSITI VIGILATISSI - VNA CVM VXORIS EIVS. ETXV. LIBERORVM. Á vinstri hurð er máluð píslarmynd af Kristi, á hægri upprisa hans. Á gröfina er letrað óljóst: ST. E: Iflender, - Myndirnar á hurðunum skáldaðar.

Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir, jan. 2012:
Í reikningum Þjóðminjasafnsins, 19/4 1924 kemur fram að Eyjólfur Eyfells hafi þá gert við töfluna.


Sýningartexti

Minningartafla um séra Ólaf Einarsson prófast og skáld í Kirkjubæ í Hróarstungu, d. 1631, og fjölskyldu hans, máluð 1648. Fólkið er sýnt við kross Krists með Jerúsalem í baksýn, eins og alsiða var um slíkar myndir. Stefán, prestur og skáld í Vallanesi, sonur þeirra hjóna, stendur í miðju sonanna og er talið, að myndir þeirra feðga hafi líkst þeim, en myndin mun gerð í Kaupmannahöfn sama árið og Stefán kom út til Íslands aftur að námi loknu. Myndir kvennanna munu aftur vart hafa svip þeirra. Fremst eru reifastrangar, börn sem létust kornung. Var í kirkjunni í Kirkjubæ.
4637

Minningartafla um séra Ólaf Einarsson prest og skáld í Kirkjubæ á Austurlandi, d. 1631, og fjölskyldu hans, máluð 1648. Séra Ólafur var eitt af höfuðskáldum sinnar tíðar og Stefán sonur hans, prófastur í Vallanesi, eitt þekktasta skáld 17. aldar. Hann er í miðju sonanna og er talið, að myndir þeirra líkist þeim feðgum að svipmóti.


Heimildir

 Þjóðminjasafnið - Svona var það.  Byggt á Leiðarvísi fyrir Forngripasafnið frá 1914 eftir Matthías Þórðarson.  Reykjavík, 2003.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana