LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiAltarisgönguskífa
Ártal1700-1800

LandÍsland

GefandiÓþekktur

Nánari upplýsingar

Númer1614/1877-434
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð4 x 17,6 cm
EfniBeyki
TækniTrésmíði

Lýsing

Altarisgönguskífa úr bæki, kringlótt mið handarhaldi útúr, l. 4,0 cm.: þverm. skífunnar 17,6 cm. Vísir á öðrumegin, en hins vegar er hylki með dragloki, l. 10,4 cm., br. 8,6 cm., hæð 3 cm.: neglt við skífuna með pípunöglum úr eiri.

Sýningartexti

Altarisgönguskífa eða skriftaspjald úr bækitré, sem látin var liggja á altari og færði prestur vísinn eftir því hve margir gengu til altaris. Líklegast frá 18. öld, óvíst úr hvaða kirkju.
1614

Altarisgönguskífa eða skriftaspjald úr bækitré. Var látin liggja á altari og færði prestur vísinn til eftir því hve margir gengu til altaris.

Spjaldtexti:
Skriftaskífur eða altarisgönguskífur. Skífurnar eru með tölum allt umhverfis og færði presturinn vísinn eftir því hversu margir úr söfnuðinum skriftuðu eða fóru til altaris.

Confessional or communion dials. The dials, with numbers around the edge, were used by clergymen to keep track of how many parishioners had attended confession or taken Holy Communion.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana