LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiStafaklútur
Ártal1779

LandÍsland

GefandiÁgústa Erlendsdóttir

Nánari upplýsingar

Númer12852/1940-70
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð31 x 19 cm
EfniStrammi
TækniKrosssaumur

Lýsing

Stafaklútur úr fíngerðum stramma, 19x31 cm að stærð, ísaumaður með krosssaum í ýmsum litum. Efst eru tvær línur með stafrófinu tvíteknu, stóru og litlu stöfunum, og tölustöfunum 1-10, en neðan við til beggja enda eru línubútar með tölustöfunum 11-16. Aftan við stafrófið í efri línunni er ártalið 1779. Annars eru á klútunum ýmsar myndir, svo sem blómaker, dýr, kórónur o. fl. auk upphafsstafa eins og MSD, OPSS o. fl. Umhverfis á þrjá vegu er krákustigaband. Klúturinn er töluvert snjáður og slitinn.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana