Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiBókfellsblað, sálmur
MyndefniBiblíumynd, Skrift
Ártal1200-1250

LandÍsland

GefandiFornleifafélagið

Nánari upplýsingar

Númer1799/1880-31
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð18,2 cm
EfniPergament
TækniTækni,Bókagerð,Skrift

Lýsing

Úr aðfangabók:
Bókfellsblað, hvítt pergament, orðið fölleitt annars vegar, br. mest 18,2 cm.,
en framan af hefur verið klipt af því nær öllu 1,5 cm. br. bútur í þvengi (t.d.
til að festa með innsigli við brjef): l. mest 21,3 cm, en línubreidd hefur
verið skorin ofan af, 0,7 cm., og sennilega meira þó, sem þá hefur verið
áskrifuð rönd. Latína er skrifuð beggja vegna með stórgerðu, fallegu letri, og
eru sumstaðar rauðir bláir og grænir upphafstafir, rómanskir, og snúningar.
Fölleita hliðin er fremri síðan og er á henni fremst og efst fallega dregið „Q“
með rauðum bláum og grænum lit. Er hjer upphaf á 79. sálmi Davíðs samkv.
Vulgata, 80. samkv. nýju ísl. biblíuþýðingunni t.d., en 1. línan hefur verið
klipt ofanaf : „Qui regis Israel, intende.“ Neðsta og aptasta orðið á þessari
síðu er „plantavit í 16. v.“ Ofanaf hinni síðunni hefur og klipst 1. línan,
framhaldið: „dextera tua, et super filium hominis, qnem confirmasti tibi.“
Síðan eru 17. - 20. v. Á miðri síðunni er mjög stórt og skrautlega dregið „E“,
upphafsstafur næsta sálms, og hafa 2 fyrstu orðin („Exultate deo“ verið rituð
með lituðum upphafsstöfum. E-ið er sem hringur er beygist nær saman og eru
vargshausar á endunum, en innaní hringnum er blómskraut í rómönskum stíl, sem
vex út frá hringnum og fyllir hann út að innan. Stafurinn er um 7 cm. á hvorn
veg. Í bilinu milli hans og kjöls er ferhyrnd mynd, h. 7,3,br. 6,8 cm. Hún
virðist eiga að sýna atburð þann sem segir frá í upphafi 28. k. í Matth., 16.
Mark, 24.k.í Lúk. Engillinn situr á steininum ofanaf steinkistunni (gröfinni),
sem er með ýnsum litum og segir í rómönskum stíl: hann rjettir út hægri hendi
og horfir til beggja kvennanna og þær á hann: þær virðast sveifla
reykelsiskerum. Þær eru með skósíðar kápur yfir sjer og nærskornar hettur um
höfuð og háls. Þær eru í kyrtlum mjög ermavíðum. Gylling er um ermar og
kyrtiljaðarinn neðst. Önnur er í rauðleitum kyrtli og með bláa kápu, en hin er
í ljósleitum kyrtli með grænleita kápu. Kyrtill engilsins er blár með rauðu
fóðri: gullband um mitti og fyrir neðan hnjen. Rauðleit kápa er yfir herðum og
baki. Háls og höfuð eru ber: hár brúnt. Gullnar gloríur eru um öll höfuðin.
Myndin og stafurinn eru listavel dregin og hefur þetta verið ágætt handrit.
Neðst eru og aptast Þessi orð í 7. v. þessa sálms: „manus ein in eho[ phins
servierunt ].“ Víða eru rituð með smárri hendi frá fyrri hluta 16. aldar
íslenzk orð á milli línanna, útlegging á latínsku orðunum fyrir neðan. Handrit
þetta virðist ekki yngra en frá fyrri hluta 13. aldar.

Guðbjörg Kristjánsdóttir (Lýsingar í íslenskum handritum):
Elstu lýsingar sem öruggt má telja að séu íslenskar er að finna í tveimur
handritabrotum af Physiologus (AM 673 a I 4to og AM 673 a II 4to)  frá því um
1200.   Hrjúf lýsing á fyrrnefnda brotinu byggir greinilega á gömlum
fyrirmyndum, hugsanlega engilsaxneskum. [...]   Frá sama tíma eru
myndskreytingar í saltarabroti sem hugsanlega er íslenskt eða norskt, vegna
þess að á því er svonefndur Pater Noster saltari er tíðkaðist í erkibiskupsdæmi
Niðaróss.   Í messudagarími (AM 249 b fol.) sem verið hefur framan við
saltarann eru merki úr dýrahringnum en í sjálfu saltarabrotinu við 80.
Davíðssálm  (Þjms. 1799, Lbs. fragm. 54 og 56, AM Acc. 7d, 4 blöð) er mynd af
konunum við gröf Krists  og rómanskur upphafsstafur.
  Hliðstæður við myndfræði og stíl myndanna er helst að finna í enskum
handritum frá 1120-40.   Þótt þessi þrjú lýstu handritabrot geti engan veginn
gefið rétta mynd af íslenskum lýsingum á elsta skeiði benda þau samt til að á
12. öld  hafi landsmenn verið búnir að ná góðum tökum á bókagerð.
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 18. jan. 2011)


Heimildir

Guðbjörg Kristjánsdóttir. „ Lýsingar í íslenskum handritum.“  Kirkja og kirkjuskrúð.  (Ritstjórar Lilja Árnadóttir, Ketil Kiran).  Reykjavík, 1997.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana