LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiBeinagrind
Ártal900-1000

StaðurHafurbjarnarstaðir
ByggðaheitiMiðnes
Sveitarfélag 1950Miðneshreppur
Núv. sveitarfélagSandgerðisbær
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer13676/1947-93
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munir, Fundaskrá
EfniMannsbein
FinnandiKristján Eldjárn

Lýsing

Næstum heil barnsbeinagrind úr 2. kumli á Hafurbjarnarstöðum. Mun vera af átta mánaða gömlu barni. Sbr. Jón Steffensen í Árbók Fornleifafélagsins 1943-'48, bls. 124.

Sýningartexti

Beinagrind af barni um átta mánaða gömlu, úr kumli frá 10. öld á Hafurbjarnarstöðum á Miðnesi í Gullbringusýslu. Beinin lágu í skeljasandi og hefur kalkið varðveitt beinin óvenjuvel.
13676

Beinagrind af barni um átta mánaða gömlu, úr kumli frá 10. öld á Hafurbjarnarstöðum á Suð-Vesturlandi. Beinin lágu í skeljasandi og hefur kalkið varðveitt beinin óvenjuvel.
13676

Spjaldtexti:
Beinagrind átta mánaða barns úr kumlateignum á Hafurbjarnarstöðum yst á Reykjanesi. Beinin eru vel varðveitt, þar sem þau lágu í skeljasandi. Höfuð barnsins sneri í norðaustur og umhverfis gröfina var raðað steinhellum á rönd. Ekkert haugfé fannst.

Skeleton of an eight-month-old child. The bones are well- preserved, as they were buried in sand. The child’s head points northeast. The grave was surrounded by vertical stone slabs. No grave goods were found.

Heimildir

Jón Steffensen: "Mannabeinin úr kumlateignum á Hafurbjarnarstöðum. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1943-1948. Rvk. bls. 123-28.
Kristján Eldjárn: "Athugasemdir." Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1949-1950.Rvk. Bls. 133.
Kristján Eldjárn: "Kumlateigur á Hafurbjarnarstöðum." Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1943-1948. Rvk. Bls. 108-122.
Sami: Kuml og haugfé. Rvk. 2000. Bls. 91-98.
Sigurður B. Sívertsen: "Lýsing Útskálaprestakalls 1839 (viðbætir)." Landnám Ingólfs III.Rvk. 1937-39. Bls. 156-188, aðall. bls. 184-85.
Sami: "Um dysjarnar á Hafurbjarnarstöðum." Baldur 30.4. 1868.
Sigurður Guðmundsson: Skýrsla um forngripasafn II. Kmh. 1874. Bls. 67-78.
Sami: "Bréf til Jóns Sigurðssonar." Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1929. Rvk. Bls. 55-56.
Kålund, Kr.: Bidrag til en historisk-topografisk beskrivelse af Island I. Kmh. 1879. Bls. 34-36 nm. (Ísl. þýð.: Íslenskir sögustaðir I. Rvk. 1984).
Sami: "Islands fortidslevninger." Aarböger for nordisk Oldkyndighed og Historie 1882.Bls. 57-124, aðall. 60-61.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana