LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiPuntuhandklæði
Ártal1920-1940

LandÍsland

Hlutinn gerðiMargrethe Harne Ásgeirsson
GefandiEva Harne Ragnarsdóttir 1922-2019
NotandiMargrethe Harne Ásgeirsson 1895-1971

Nánari upplýsingar

Númer2007-10-10
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð122 x 65 cm
EfniLéreft
TækniÚtsaumur

Lýsing

Puntuhandklæði úr hvítu lérefti með útsaumi / hvítsaumi á báðum endum. Puntuhandklæðið er gert af Margrethe Harne Ásgeirsson (f. 1895, d. 1971). Puntuhandklæðið var á heimili hennar og eiginmanns hennar, Ragnars Ásgeirssonar, í Gróðrarstöðinni við Miklubraut og síðar á Laugarvatni. Þau voru foreldrar gefanda.
Gefandi er Eva Harne Ragnarsdóttir, blaðamaður og kennari. Lilja Árnadóttir, fagstjóri munasafns Þjms., sótti gripina á heimili hennar og Önundar Ásgeirssonar að Kleifarvegi 12. Foreldrar Evu voru Ragnar Ásgeirsson, garðyrkjufræðingur, ráðunautur í Reykjavík, f. 6. nóv. 1895 í Kóranesi, Álftaneshr., Mýr., d. 1. jan. 1973 og kona hans Margrethe Harne Ásgeirsson, f. 20. feb. 1895 í Danmörku, d. 12. jan. 1971 (fædd Nielsen Harne). Móðuramma Evu var Margrethe Nielsen, f. 1873 á Samsø í Danmörku, bjó síðar í Árósum.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana