Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiBrjóstnæla
Ártal900-1000

StaðurHrísar
Sveitarfélag 1950Dalvíkurhreppur
Núv. sveitarfélagDalvíkurbyggð
SýslaEyjafjarðarsýsla (6500) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer7346/1916-329
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá_Munir, Fundaskrá
Stærð11,5 x 7,8 x 4 cm
EfniBrons
TækniTækni,Málmsmíði

Lýsing

Næla úr bronzi, ein af hinum algengu, sporöskjulöguðu og kúptu, tvöföldu nælum.  Hún er með gyllingu, nær óskemdri, að utan, bæði á undirhvolfinu og yfirhvolfinu gagnskorna, en fagurgræn spansgrænuhúð er að innan.  Járnþornið er heilt í, en vitanlega gagnbrunnið af ryði.  Við það loðir enn dálítið af ljereptsskeptunni og ullar og gildum, tvinnuðum ullartygli.  Naglarnir, sem hafa haldið yfirhvolfinu föstu á, eru í allir, með smáhnoði að neðan, en hafa gengið upp í blý(?)-hausa eða hálfkúlur, sem hafa verið á yfirhvolfinu til skrauts að ofan, fjórir: - eru nú settir grænir hausar úr parafíni í þeirra stað, því að af hinum upprunalegu hausum fylgdu engar leifar.  L. 11,5, br. 7,8: h. á miðtyppi 4 cm.  Gerðin hin sama og á nr. 6411 o.fl., sbr. Montelius Sv. forns. nr. 551, og Rygh, Norske Oldsager nr. 652.  - Af spansgrænu á neðra skoltinum af beinunum nr. 7345, sem fundust með þessari nælu, og á herðarblaðsbroti og viðbeini m.fl. úr sömu beinum má sjá að þessi næla hafi legið nálægt þeim beinum, verið notuð efst á brjóstinu: sbr. þó enn fr. næsta nr.  - Næla þessi og þessi dys, er hún fannst í, sbr. nr. 7345, er að líkindum frá 10. öld.


Heimildir

Kristín Huld Sigurðardóttir: "Haugfé. Gripir úr heiðnum gröfum." Hlutavelta tímans. Menningararfur á Þjóðminjasafni. Rvk. 2004. Bls. 64-75, skart 68-9.
Kristján Eldjárn. Kuml og haugfé. Rvk. 2000. Bls. 148-149, 358.
Oscar Montelius: Svenska fornsaker. Sth. 1872. Nr. 551.
Oluf Rygh: Norske Oldsager. Kristiania 1885. Nr. 652.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana