LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantarLandfræðileg staðsetning


HeitiSverð
Ártal900-1100

StaðurHringsdalur
ByggðaheitiKetildalir
Sveitarfélag 1950Ketildalahreppur
Núv. sveitarfélagVesturbyggð
SýslaV-Barðastrandarsýsla
LandÍsland

GefandiJóhann Skaptason 1904-1985

Nánari upplýsingar

Númer14389/1950-120
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá, Lausafundir
EfniMálmur
FinnandiMarinó Magnússon

Lýsing

Sverð frá söguöld, óheilt, M-gerð, Sverd 98. Kristján Eldjárn segir í Árbók Barðastrandasýslu III, 1950, bls. 5, greinin Fornaldarsverð frá Hringsdal: Haustið 1950 voru vegargerðarmenn að vinna utan við túnið í Hringdal í Ketilsdælahreppi í Arnarfirði. Voru þar melar blásnir, skammt innan við á þá, er fellur rétt utan við túnið, og var ýtt um það bil 10-15 sm þykku lagi saman í garð undir veginn. Jarðýta var höfð til verksins. Í garðinum, sem saman var ýtt, fann einn verkamannanna, Marinó Magnússon frá Bíldudal, ryðgað sverð eða sverðshluta. Engin verksummerki voru sjáanleg né heldur fundust fleiri gripir, enda lítt eða ekki eftir leitað. Sverðið var fært sýslumanni Barðastrandasýslu, Jóhanni Skaptasyni, sem tilkynnti þjóðminjaverði fundinn og sendi síðan með Jóni G. Jónssyni, hreppstjóra á Bíldudal. Kom sverðið í Þjóðminjasafnið 20.11.1950. Það er frá söguöld, góður gripur. Bls. 9: Sverðið frá Hringsdal er ekki heilt. Heil eru þó bæði hjöll og meðalkaflinn, en framan á brandinn vantar a.m.k. 40-50 sm langan bút, því að eftir er aðeins dálítill stúfur frá hjöllum, 28 sm langur. Hjölt, meðalkafli og það, sem eftir er brandsins, er alls 40 sm að lengd. Hjöltin eru bein frá hlið séð, efra hjalt 8 sm, fremra hjall 11.5 sm, en bæði eru þau sporöskjulöguð séð ofan eða neðan frá. Ekkert klót eða sverðshnappur hefur verið á sverðinu. Meðalkaflinn er flatur, afturmjókkandi tangi, 9 sm að lengd, og hefur á sínum tíma haft kinnar úr tré eða öðru forgengilegu efni. Brandurinn er 6.5 sm breiður við hjall, og sjást á honum greinilegar leifar af slíðrum úr tré með skinni utan yfir, líkt og áður hefur sézt á fornum sverðum. Allt er sverðið mjög ryðgað, en heldur þó vel lögun sinni og er ekki mjög vandmeðfarið. Sverð þetta er næsta einfalt að allri gerð og alveg skrautlaust. Sjá: Kuml og Haugfé, bls. 269. - Þjóðsögur Helga Guðmundssonar.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana