Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiLegsteinsbrot
Ártal1600-1650

StaðurHrepphólar
ByggðaheitiYtrihreppur
Sveitarfélag 1950Hrunamannahreppur
Núv. sveitarfélagHrunamannahreppur
SýslaÁrnessýsla (8700) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer7308/1916-268
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð42 x 7,5 cm
EfniBlágrýti, Léreft
TækniTækni,Steinsmíði

Lýsing

Legsteinsbrot 2, úr sama steini bæði, miðbik hans, vantar af báðum endum mikið.  Steinninn hefur verið úr þunnri blágrýtishellu, 2 - 7,5 cm. að þ., sljettur að ofan af náttúrunni.  Letrið er lágt upphleypt, prýðisvel gert, stórt og skýrt settletur.  Br. um 42 cm. en til samans verða brotin 61 cm.  - Er þau voru skrásett 20. VIII. 1909 voru þau 3, er áttu saman og l. alls um 85 cm.: sást á 3. brotinu dálítið meira af 2 neðstu línunum.  Leturhæðin er 5 - 6 cm. nema upphafsstafirnir, sem eru dálítið hærri.  Línurnar eru 5, langsum, og má lesa þetta á brotunum, að því viðbættu í svigum, sem sást á 3. brotinu er nú vantar:        Su Chri þionstu kvir      Arna Dott hveria Dr      siin kallade 17 Dag N      hnr Alldis S(o sm Dr)      st So Er Þ S(kjed Jo)    Er að svo komnu óvíst yfir hverju þessi legsteinn hefur verið lagður.  Hann er úr Hrepphólakirkjugarði og frá fyrri hluta 17. aldar.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana