LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiAltaristafla
Ártal1725-1775

StaðurTorfastaðakirkja
ByggðaheitiBiskupstungur
Sveitarfélag 1950Biskupstungnahreppur
Núv. sveitarfélagBláskógabyggð
SýslaÁrnessýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiÓfeigur Jónsson

Nánari upplýsingar

Númer4048/1894-91
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
EfniViður
TækniMálun

Lýsing

Úr aðfangabók:
Altaristafla úr tré: umgerðin er með sléttum, gyltum listum og öðrum strikuðum bláum, en að öðru leyti rauð: yfir töflunni er rauð bust með strikuðum listum undir bláum og gulum og ferhyrndir stöplar með samskonar listum til beggja hliða og ofan á mæninum: undir bustinni er máluð rós, sem breiðist út til beggja hliða úr urtapotti.  Taflan sjálf er gerð af 2 sléttum fjölum og er þar á neglt fornt krossmark úr tré: líkneskið er málað gráleitt með blárri þyrnikórónu á höfði og bláum linda um mjaðmir, en krossinn er svartur og með hinni venjulegu yfirskript INRI á hvítu spjaldi: efri hluti töflunnar, sem krossmarkið er á, er blár og þar á málaðir 2 urtapottar, sinn til hvorrar hliðar krossmarkinu, og náttúrleg blómstur upp af: þar fyrir neðan er taflan hvít og þar á stendur með gotnesku letri: Fyrer vorra misgiÝrda saker er han (innsk. skr.: strik yfir n) særdur ¦ og fyrer vorra synda saker er han (innsk. skr.: strik yfir n) lemstradur ¦ hegningen (innsk. skr.: strik yfir n) hun liggur a hÝnum uppa þad vilr hef ¦ dum fridin (innsk. skr.: strik yfir n) og fyrer hans beniar erum vier heilbrigder vordn? ¦ Esaias 53. v. 8.  Taflan sjálf mun eigi vera eldri en frá miðri 18. öld.  Frá Torfastaða kirkju í Biskupstungum.   -Lík tafla er á Úlfljótsvatni og önnur eins og hún var fyrrum í Þingvalla kirkju, en þá töflu keypti mrs. Leith fyrir 12 (?) krónur. MÞ.

Kirkjur Íslands (texti: Þór Magnússon):
Í vísitasíu prófasts 20. júní 1805 segir:  „Brík yfir altari af gömlu billedhuggerverki er af prestinum gefin kirkjunni.“  Í vísitasíu Steingríms biskups Jónssonar 17. ágúst 1829 er taflan skráð:   „Lítið crusifix yfir altari með leturspjaldi undir.“  Og enn segir í vísitasíu prófasts 12. október 1848:  „Krossmark er yfir altari, sett á brík málaða og letursetta.“   Sr. Magnús Helgason seldi safninu töfluna fyrir hönd kirkjunnar árið 1894 [...].   Hún er greinilega máluð af Ófeigi Jónssyni listamanni í Heiðarbæ, en lík tafla eftir hann er í Úlfljótsvatnskirkju og tafla er einnig eftir hann í Þingvallakirkju.

Altarpiece from Torfastaðir Church, painted by Ófeigur Jónsson, with old crucifix in the centre, probably of medieval date.   Height 133 cm.
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 3.2.2011)


Heimildir

 Þjóðminjasafnið - Svona var það.  Byggt á Leiðarvísi fyrir Forngripasafnið frá 1914 eftir Matthías Þórðarson.  Reykjavík, 2003.
    Kirkjur Íslands, 3.bindi.   Ritstjórar: Árni Björnsson, Þorsteinn Gunnarsson.   Reykjavík, 2002.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana