LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiBrúða
Ártal1940-1960

StaðurLaugateigur 31
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

GefandiElsa E. Guðjónsson 1924-2010, Þór Vilhelm Guðjónsson 1917-2014

Nánari upplýsingar

Númer1996-958-157
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð30 cm
EfniTextíll

Lýsing

Tuskudúkka, vélsaumuð að mestu leyti og fremur einföld að gerð, að öllum líkindum heimasaumuð. Hún er ljósblá að lit og með hvítt andlit. Á það eru handsaumuð augu, augabrúnir, nasir og munnur. Brúðan er greinilega mikið notuð og er orðin nokkuð snjáð og óhrein. Saumarnir hafa trosnað hér og þar og hafa verið lagaðir í höndunum. Brúðan er líklega úr eigu Elsu Margrétar Þórsdóttur (Grétu) sem er fædd árið 1949. Hún er dóttir Elsu E. Guðjónsson og Þórs Guðjónssonar.
Úr fórum Elsu E. Guðjónsson og eiginmanns hennar, Þórs Guðjónssonar. Kom ásamt öðrum munum sem skráðir eru á þetta númer (þ.e. 1996:958) auk muna nr. 1996:550 - 1996: 955.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana